Frétt

bb.is | 13.06.2003 | 12:34Ráðstefnan „Vestfirðir, aflstöð íslenskrar sögu“ hefst í kvöld

Líkneski Ólafs helga, verndardýrlings kirkjunnar í Vatnsfirði við Djúp.
Líkneski Ólafs helga, verndardýrlings kirkjunnar í Vatnsfirði við Djúp.
Ráðstefna undir heitinu Vestfirðir, aflstöð íslenskrar sögu, verður haldin í húsakynnum Menntaskólans á Ísafirði um helgina. Þar mun fjöldi fræðimanna í ólíkum greinum flytja erindi sem snerta sögu Vestfjarða. Leitast hefur verið við að leiða saman þá sem fengist hafa við rannsóknir á vestfirskri sögu og menningu á einn eða annan hátt og fá þá til að kynna viðfangsefni sín. Vonast er til að með þessu verði hægt að ýta undir frekara samstarf þessara aðila. Dagskrá ráðstefnunnar birtist í heild hér fyrir neðan. Með þessari ráðstefnu verður jafnframt hleypt af stokkunum rannsóknaverkefni sem fengið hefur heitið Vestfirðir á miðöldum og áætlað er að standi yfir í fimm ár.
Markmið verkefnisins er að stuðla að grunnrannsóknum á sögu Vestfjarða frá landnámi til 18. aldar. Ætlunin er að taka svæðið fyrir sem eina heild og rannsaka það ítarlega frá sjónarhóli ólíkra fræðigreina. Með þessu móti er vonast til að hægt verði að ná fram heildstæðri mynd af sögu svæðisins. Þetta hefur ekki verið reynt áður hérlendis en tíðkast víða erlendis.

Að verkefninu standa Hugvísindastofnun Háskóla Íslands (Miðaldastofa), Fornleifastofnun Íslands, Senter for studier i vikingtid og nordisk middelalder (Middelaldersenteret) við Oslóarháskóla, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Byggðasafn Vestfjarða. Andrea Sigrún Harðardóttir á Ísafirði hefur verið ráðin til starfa við verkefnið.

Ástæður fyrir þessum áhuga á Vestfjörðum eru af ýmsum toga. Svæðið er vel afmarkað landfræðilega. Þar hafa varðveist mjög fjölskrúðugar heimildir frá miðöldum og geta fá jaðarsvæði í Evrópu státað af öðru eins. Auk þess er svæðið einstaklega áhugavert vegna þess að á mörgum skeiðum sögunnar var mannlíf á Vestfjörðum í fararbroddi almennrar þróunar á Íslandi. Því munu væntanlegar rannsóknir ekki einungis varpa ljósi á sögu Vestfjarða heldur einnig ná að skýra sögu landsins í heild. Á næstu árum stendur til að vinna að ýmsum þverfaglegum rannsóknum á svæðinu og mun verkefninu ljúka með umfangsmiklum fornleifagrefti í Vatnsfirði við Djúp og útgáfu á heildstæðu riti um sögu Vestfjarða.

Ráðstefnan um helgina hlýtur að teljast í hópi veigamestu og merkustu viðburða í vestfirsku menningarstarfi enda er hér einvalalið sérfræðinga á ferð. Allir dagskrárliðir eru öllum opnir án fyrirvara nema Dýrafjarðarferðin á morgun og hátíðarkvöldverðurinn annað kvöld. Vegna skipulagningar geta einungis þeir sem hafa skráð sig fyrirfram tekið þátt í þessu tvennu. Dagskrá ráðstefnunnar fer hér á eftir.

hlynur@bb.is


Vestfirðir, aflstöð íslenskrar sögu

Ráðstefna haldin í húsakynnum Menntaskólans á Ísafirði 13. til 15. júní 2003.DAGSKRÁ


Föstudagur 13. júní

Kl. 19.00
Setning
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Ögmundur Helgason íslenskufræðingur:
Handrit af Vestfjörðum og opnun sýningar frá Landsbókasafninu.

Kl. 21.00 – 23.00
Móttaka í Turnhúsinu í Neðstakaupstað
í boði Sögufélags Ísfirðinga.


Laugardagur 14. júní

Kl. 9.00 – 10.30
Málstofa 1

Torfi H. Tulinius miðaldafræðingur:
Um Vestfirði og gildi landshlutasögu.

Adolf Friðriksson fornleifafræðingur:
Fornleifar á Vestfjörðum.

Jón Viðar Sigurðsson sagnfræðingur:
Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld.

Kaffi

Kl. 10.50 – 12.20
Málstofa 2

Helgi Þorláksson sagnfræðingur:
Fiskur og höfðingjar á miðöldum.

Ragnar Eðvarðsson fornleifafræðingur:
Fornminjar og alþýðumenning.

Björn Teitsson sagnfræðingur:
Samband Vestlendinga við Grænlendinga hina fornu.

Hádegisverður

Kl. 13.30 – 15.00
Málstofa 3

Þórður Ingi Guðjónsson bókmenntafræðingur:
Handrit og varðveisla Gísla sögu Súrssonar.

Bergljót S. Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur:
Túlkun Gísla sögu.

Úlfar Bragason bókmenntafræðingur:
Fóstbræðra saga og munnleg geymd.

Kaffi

Kl. 15.15 – 16.00
Plenum-fyrirlestur

Sverrir Tómasson miðaldafræðingur:
Rímur og aðrar vestfirskar bókmenntir á síðmiðöldum.

Ferð á slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal: Lagt verður af stað kl. 16.15. Kynning á Gíslaverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu. Ferðin

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli