Frétt

| 31.01.2001 | 17:12Ekki benda á mig!

Dómur Hæstaréttar í málinu nr. 125/2000 frá 19. desember á liðnu ári hefur dregið dilk á eftir sér. Fyrir utan harkalegar pólitískar deilur, stóryrði og illmæli á köflum, ganga nú á víxl frásagnir af því hvað þessi eða hinn sagði í síma. Hæstaréttardómari einn kannast við að hafa talað við starfsmann öryrkjahóps forsætisráðherra, sem segir dómarann hafa hrósað skilningi hópsins á dóminum enda hafi hann aðeins verið viðurkenningardómur. Sami skilningur mun hafa komið fram í símtali ónefnds hæstaréttardómara við ríkislögmann þegar forstjóri Tryggingastofnunar vildi drífa í að greiða út peninga eftir dóminum. Viðmið forstjórans var að tekjutenging hefði verið afnumin að fullu með dóminum fræga.

Miðað við þessa sögu af símtölum, sem bersýnilega hafa farið fram, en hæstaréttardómarinn taldi hafa verið í trúnaði en hópstarfsmaðurinn ekki, verða bréfaskipti forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar þægileg til að henda reiður á því sem hvor um sig sagði. En líkt og varðandi dóminn sjálfan telja stjórnmálamenn sig eina geta skýrt efnið samkvæmt sínum skilningi. Dóm Hæstaréttar geta allir lesið sem á annað borð eru læsir og hafa hug á því að verja til þess tíma sínum og kröftum. En símtölin eru háð þeim annmarka að þau heyrðu og töluðu ekki aðrir en tveir menn hverju sinni. Ósvarað er áleitinni spurningu þess er annað borð nennir að velta fyrir sér málinu – hvað var hæstaréttardómarinn að hringja til starfsmannsins? Eru þeir vinir? Hafði Hæstiréttur ekki lokið skyldu sinni með dómsorðinu? Vissulega voru skoðanir skiptar. Ráðandi meirihluti réttarins, skipaður þremur dómurum, hafði aðra skoðun en hinir tveir í minnihlutanum. Vilji maður trúnað um frásögn sína hlýtur sá hinn sami að gera viðmælanda sínum það ljóst með afgerandi hætti.

Stjórnarandstaðan hóf skriftaferlið með bréfi til forseta þingsins og lýsti því að ríkisstjórnin ætlaði og myndi brjóta stjórnarskrá lýðveldisins, næði lagafrumvarpið samþykki. Alþingi setur lög, ekki ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan áttar sig illa á því, að líkt og í pólitík ræður máttur atkvæðanna fjölskipuðum dómi. Hvað megum við aumur almúginn halda meðan hver lögspekingurinn á fætur öðrum tjáir sig í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi um hinn rétta skilning á þessu öllu saman? Deila má um hversu heppilegt sé að forseti Hæstaréttar tjái sig um niðurstöðu einstaks dóms réttarins. En um efni bréfsins verður ekki deilt, sem eins og önnur liggur frammi og þar með er dókumenterað hið litla sem sagt var. Símtölin eru verri að því leytinu að þar stendur orð gegn orði séu menn ósammála um innihald og efni samtalsins. Þá er þjóðinni og þinginu veitt tækifæri til þess að halda áfram karpi um aukaatriði.

Allt leiddi þetta þó til þess að greiðslur til öryrkja hækkuðu umtalsvert fjögur ár aftur í tímann, en náðu bara til tiltölulega lítils hóps. Dómstólar og Alþingi fá næg viðfangsefni næstu árin. Einn dómari Hæstaréttar hefur nú lýst því að hann hafi ekki hringt í neinn. Ekki benda á mig. En hvert verður framhaldið? Á að loka símunum í Hæstarétti?

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli