Frétt

| 24.01.2001 | 15:56Flóttinn óstöðvandi

Nýjustu tilkynningar frá Hagstofunni sýna, að síðasta áratug liðinnar aldar reyndust brottfluttir umfram aðflutta á Vestfjörðum hálft þriðja þúsund. Það munar um minna.

Hverjar eru ástæðurnar? Þær eru margar og engin gefur einhlíta skýringu. Tíminn vinnur með þeirri skoðun að kvótakerfið sé sú sem hefur mesta vægið. En margt fleira kemur til. Byggðastefna ríkisstjórnarinnar hefur ráfað um villt í þoku eins tröll á fjöllum að forðast dagrenningu. Alþingismennirnir hafa verið svo uppteknir við ýmis önnur mál að umræðan um þróun byggðar og hvort og þá hvernig skuli gripið inn í ferlið hefur hörfað inn í skápa og grafizt undir öðrum og mikilvægari málsskjölum augnabliksins.

Byggðahjalið hefur öðlast algerlega nýjan hljóm með umræðunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar og kosningu um staðsetningu hans, hvort hann skuli fara eða vera. Sú umræða hefur í raun skerpt svo línurnar í öllu tali um byggðastefnu, að enginn stjórnmálamannanna, nema ef vera skyldi Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, hefur glitt í kjarnann. Þótt ekki sé kannski pent að orða þá hugsun verður ekki undan því vikist, að benda á rauða þráðinn í málflutningi borgarstjórans í Reykjavík og annarra sveitarstjórnarmanna í Reykjavík og á Reykjanesi. Hann er sá, að Reykjavík sé til fyrir Reykvíkinga og aðrir geti farið lengri leiðina, vilji þeir á annað borð komast í höfuðborgina. En víðast hvar í heiminum þjóna höfuðborgir öllu ríkinu, ekki bara nánasta umhverfi.

Hvers vegna ættu blessaðir borgarfulltrúarnir að hugsa á annan veg? Við þeim blasir sá veruleiki einn, að allir hljóti að vilja komast til Reykjavíkur, nú eða í næsta nágrenni, og búa þar. Alveg gleymist að enn hafa þúsundir Reykvíkinga atvinnu af því að þjónusta landsbyggðina, meðal annars vegna innanlandsflugs. Heimskulegust allra hugmynda sem litið hafa dagsins ljós er sú, að flytja flugvöllinn suður fyrir Hafnarfjörð. Valkosturinn er aðeins einn, Keflavíkurflugvöllur. Því fylgja margir ókostir fyrir landsbyggðarfólk, sem háð er innanlandsfluginu. En þó má greina einn kost. Það verður einfaldara fyrir okkur að komast úr landi, hvort heldur er í frí eða til endanlegrar dvalar. Flóttinn hvorki stöðvast né tefst í Reykjavík.

Merkilegast er að hvorki skuli hafa heyrst hósti né stuna frá vestfirskum sveitarstjórnarmönnum. Þeir virðast sætta sig prýðilega við að umræðan sé í þeim farvegi sem verið hefur. Kannski vita þeir meira en fram hefur komið. Þó breytir slík falin vitneskja ekki því, að afar gagnlegt og fræðandi væri að heyra skoðanir þeirra í þessari fyrirferðarmestu umræðu sem fram hefur farið um byggðastefnu á Íslandi og kristallast í valinu Reykjavík eða Reykjavík og nágrenni. Allt annað geti átt sig.

bb.is | 28.09.16 | 13:25 Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með frétt Norðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli