Frétt

Leiðari 4. tbl. 2001 | 24.01.2001 | 15:54Bitbein

Eina ferðina enn hafa andstæðingar flugvallarins í Vatnsmýrinni, í höfuðborg allra Íslendinga, vonandi, krækt höndum saman til að hrinda í framkvæmd þeim ásetningi að hola innanlandsfluginu niður á Keflavíkurflugvelli.

Að því leyti er umræðan nú frábrugðin fyrri atlögum, að loks sér fyrir endann á þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að velta kvölinni yfir á borgarbúa í atkvæðagreiðslu. Rétt er að hafa í huga orð borgarstjóra um að höfuðborgin hafi ákveðnum skyldum að gegna í þjónustu við landsbyggðina. Í því samhengi hljóta greiðar samgöngur að gegna lykilhlutverki, þar sem þangað er svo margvíslega þjónustu að sækja, sem ekki er til staðar á landsbyggðinni. Hætt er þó við að yfirlýsing borgarstjóra sé haldlítil ef afgerandi meirihluti Reykvíkinga vill flugvöllinn burt. Þá bjóðast nú fleiri valkostir. Ævintýraleg uppfylling í Skerjafirði eða flugvöllur í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar. Reyndar hafa bæjarstjórar Kópavogs og Hafnarfjarðar lagst gegn báðum þessum hugmyndum með hagsmuni bæjarfélaganna eða hluta íbúanna að leiðarljósi.

Umræðan í flugvallarmálinu sýnir að lengi lifir í gömlum glæðum. Enn bera menn á borð þau rök með flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, að ekki skipti máli hvort um hálftíma akstur frá höfuðborginni út á flugvöll sé að ræða eða ekki. Það þyki engum tiltökumál erlendis. Sumir telja meira að segja að landsbyggðafólk sé miklu betur sett með að fljúga beint til Keflavíkur, því þá geti það farið beint í aðra vél – til útlanda! Rök af því tagi, að hálftíma akstur til og frá flugvelli skipti ekki máli, benda til að viðkomandi viti ekki um hvað málið snýst. Hafi ekki minnstu hugmynd um hvernig flugsamgöngur að vetrarlagi milli Reykjavíkur og staða úti á landi ganga iðulega fyrir sig, stundum svo dögum skiptir. Og þarf stundum ekki vetur til. Þetta vita þeir hins vegar sem á samgöngunum þurfa að halda vegna erinda til höfuðborgarinnar af ýmsum toga.

Samgönguráðherra skilur þýðingu Reykjavíkurflugvallar fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Afstaða hans ber vott um skilning hans á nauðsyn þeirra á greiðum og góðum aðgangi að höfuðborginni.

Leiði atkvæðagreiðslan í Reykjavík til þess að innanlandsflugi verði beint til Keflavíkurflugvallar, getum við pakkað saman í eitt skipti fyrir öll. Ef það verður þá ekki búið að því áður með stöðugt þrengri kostum, fákeppni og hærri fargjöldum.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli