Frétt

| 18.02.2000 | 10:24Níutíu ár frá snjóflóðinu mikla í Hnífsdal

Legsteinninn á gröfinni stóru í Ísafjarðarkirkjugarði.
Legsteinninn á gröfinni stóru í Ísafjarðarkirkjugarði.
Í dag eru níutíu ár liðin frá snjóflóðinu mikla í Hnífsdal, þegar tuttugu manns fórust, margir meiddust og verulegt eignatjón varð. Flóðið féll nokkru fyrir klukkan átta um morguninn úr Búðarhyrnu. Þegar það kom niður úr Búðargili breiddi það úr sér og fór yfir um 150 faðma breiða spildu, yfir byggðina, fram af bökkunum og langt út á sjó.
Í þessu hörmulega slysi, sem enn er ríkt í hugum afkomenda þeirra sem hlut áttu að máli, fórust heilar fjölskyldur. Þar á meðal voru hjón um þrítugt, tvær dætur þeirra og ein fósturdóttir. Sumir þeirra sem fórust bárust á sjó fram með flóðinu og lík tveggja stúlkna, níu og ellefu ára, fundust aldrei.

Fólkið sem fórst var jarðsett í einni gröf í Ísafjarðarkirkjugarði. Hún var fjórtán álnir á annan veginn og sex álnir á hinn. Þar hvíla átján manneskjur en auk þess bíða enn legstaðir stúlknanna tveggja sem fundust ekki. Þetta er stærsta gröf sem tekin hefur verið á Ísafirði.

Jafnan er svo, að ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. Eftirfarandi frásögn skráði Guðjón B. Guðlaugsson úr Hnífsdal löngu seinna:

„Hálfdan útgerðarmaður Hálfdanarson í Búð fór að klæða sig um kl. 8.30. Þar á heimilinu var fjögurra ára gömul telpa, sem hét Þorbjörg Jónsdóttir. Hún var þá komin á ról og bað Hálfdan hana að færa sér skóna sína. Hún kom þegjandi með skóna og fekk honum, en hann sagði: Þú átt að segja: Gerðu svo vel! þegar þú réttir manni eitthvað. Hún var eitthvað treg til þess en eftir litla stund fekkst hún þó til þess að segja það. Að því búnu snaraðist Hálfdan út. Um leið og hann opnaði útidyrnar geystist snjóflóðið yfir hlaðið og mundi hafa hremmt hann, hefði hann verið kominn út."

Þegar þetta gerðist var Hálfdán í Búð liðlega þrítugur. Hann átti fyrir höndum langa ævi og mikil umsvif, fyrst í Hnífsdal og síðan á Ísafirði. Árið 1924 keypti hann eignina Norðurtanga á Ísafirði og hóf þar útgerð og fiskverkun og árið 1942 byrjaði hann byggingu hraðfrystihúss í Norðurtanganum. Af Hálfdáni í Búð og Hraðfrystihúsinu Norðurtanga hf. er mikil saga.

bb.is | 30.09.16 | 07:50 Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með frétt Ráðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli