Frétt

Fréttablaðið – Þorvaldur Gylfason | 12.06.2003 | 11:21Landsins forni fjandi

Nær allur atvinnurekstur um landið annar en sá, sem kemur að virkjunarframkvæmdunum fyrir austan, stynur nú þungan undan háu gengi krónunnar og háum bankavöxtum. Það er skiljanlegt. Stunurnar eiga eftir að ágerast. Einnig það er eins og við er að búast. Hágengisvandinn er innbyggður í efnahagslíf þjóðarinnar eins og hagstjórninni hefur verið háttað um langt árabil. Vandinn er þó meiri nú en oft áður vegna þess, að nú leggst hvort tveggja á sömu sveif: gríðarlegt innstreymi erlends lánsfjár langt fram í tímann og ný skipan gengismála, sem gerir Seðlabankanum ókleift að fella gengið með gamla laginu, því að gengið ræðst nú alfarið af framboði og eftirspurn á gjaldeyrismarkaði – flýtur, sem kallað er. Þetta tvennt leggst nú ofan á landlægan hágengisvanda frá fyrri tíð. Í hverju fólst hann?
Hágengi af mannavöldum

Drögum nú andann djúpt, því að nú ætla ég að demba einni léttri lexíu í gengisfræði yfir lesandann. Nánari grein fyrir málinu frá ýmsum hliðum hef ég gert oft áður á öðrum vettvangi, nú síðast í ritgerð, sem mun birtast í næsta hefti Fjármálatíðinda.

Hugsum okkur fyrst land, sem leggur háa tolla á innflutning til að vernda innlenda framleiðslu gegn erlendri samkeppni. Ef tollverndin ber árangur, þá dregur hún úr innflutningi og þá um leið úr eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri, svo að verð á gjaldeyri lækkar: gengi þjóðmyntarinnar hækkar með öðrum orðum. Af þessu getum við dregið einfalda ályktun: þjóð, sem heftir innflutning, þarf að búa við hærra gengi en ella. Þannig var Ísland allar götur frá 1927 og lengi fram eftir öldinni sem leið – og er sumpart enn, svo sem ráða má t.d. af lífseigum hömlum gegn innflutningi landbúnaðarafurða hingað heim. Þannig háttar einnig til í mörgum þróunarlöndum, einkum í Afríku og Suður-Ameríku, og þau líða því fyrir hátt gengi, sem heldur aftur af útflutningi og dregur þrótt úr efnahagslífi þeirra.

Hugsum okkur nú þjóð, sem finnur verðmæta náttúruauðlind innan lögsögu sinnar, t.d. olíu, svo að útflutningur tekur kipp. Innstreymi nýrra gjaldeyristekna lækkar verð á erlendum gjaldeyri, svo að gengið hækkar. Þetta er lýsing á Noregi og öðrum olíuútflutningsríkjum; gjaldmiðlar slíkra landa eru iðulega kallaðir olíumyntir. Þetta er hollenzka veikin svonefnda, því að jarðgasfundir Hollendinga í Norðursjó hækkuðu gengi gyllinisins á sínum tíma og drógu þá úr útflutningi annarrar vöru og þjónustu, en það stóð að vísu stutt. Lýsingin á einnig við um aðrar auðlindir, t.a.m. fisk. Tæknivæðing útvegsins og útfærsla landhelginnar orkuðu að ýmsu leyti eins og olíufundir á íslenzkt efnahagslíf og stuðluðu um leið að háu gengi krónunnar. Við þetta bætist það, að ókeypis afhending aflaheimilda til útvegsmanna síðan 1984 jafngildir í rauninni myndarlegum ríkisstyrk til útgerðarinnar og stuðlar að sínu leyti að háu gengi líkt og búverndarstefnan. Af þessu geta menn séð, að vel útfært veiðigjald og frjálslegri landbúnaðarstefna myndu hjálpa til að leysa hágengisvandann. Með vel útfærðu veiðigjaldi á ég m.a. við það, að gjaldið þarf að bíta, eigi það að geta gert fullt gagn.

Hugsum okkur loks land, þar sem stjórnvöld hafa kastað höndunum til hagstjórnar og verðbólga hefur náð að grafa um sig. Þá gerist það, að verðlag og framleiðslukostnaður heima fyrir hækka meira en í öðrum löndum, svo að útflutningsatvinnuvegir og innlend fyrirtæki, sem keppa við innflutning frá útlöndum, komast í kröggur, þar eð þau geta ekki velt hærri kostnaði út í verðlag á heimsmarkaði, allra sízt í litlu landi, sem engin áhrif getur haft á heimsmarkaðsverð. Útflutningsfyrirtækin bera því svipaðan skaða af verðbólgu og af gengishækkun. Þessu er stundum lýst með því að segja, að verðbólga leiði af sér hækkun raungengis. Þannig var Ísland um árabil, en nú hefur verðbólgan blessunarlega verið með minnsta móti í nokkur ár, sumpart vegna aukins aðhalds í hagstjórn. Og þannig er enn í dag ástatt um ýmis þróunarlönd, þar sem verðbólgan æðir áfram og lamar útflutning og hagvöxt.

Þessi dæmi sýna, að betri hagstjórn og betra hagskipulag geta fært gengið nær réttu lagi.

– Fréttablaðið.
Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar um daginn og veginn.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli