Frétt

Stakkur 23. tbl. 2003 | 12.06.2003 | 11:09Ný tækifæri og ógnir

Margt gerist í einu. Á Raufarhöfn var 50 manns sagt upp störfum hjá Jökli, en það hefur verið tekið til baka um sinn. Kenna nú allir kvótakerfinu um. Hörður Ingólfsson skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið 1. júní síðastliðinn og ber saman Klakksvík og Ísafjörð og spyr hvað hafi komið fyrir Ísafjörð. Lífið sé miklu meira í Klakksvík en á Ísafirði og bátar af öllum stærðum og gerðum leggi að og frá í sífellu meðan nokkur skip liggi kyrr í höfninni heima. Svarið er einfalt. Menn, sem áttu rétt til að fiska í sjónum umhverfis Ísland, tóku þá meðvituðu ákvörðun að framselja hann öðrum og fá fyrir endurgjald. Flóknara er það ekki. En svo virðist sem að þeir er setja mest út á kvótakerfið gleymi þesssari einföldu staðreynd, að það voru þeir menn sem var trúað fyrir veiðirréttinum, kvótanum, sem létu hann af hendi, ekki stjórnvöld.

Alltof sjaldan er þeirrar spurningar spurt hvort ákvarðanir þeirra sem höfðu fyrirsvar í atvinnulífinu hafi verið réttar: Fjárfestu þeir rétt, höfðu þeir lesið rétt í þróun mála, eða voru hlutirnir gerðir eins og venjulega? Við gerum reyndar flest hlutina eins og venjulega af þeirri ástæðu einni, að sú hegðun er þægilegri en að spá fyrir um framtíðina og taka ákvarðanir í samræmi við niðurstöðu þeirra spádóma. Ríkisstjórnin tók ekki ákvörðun um að selja Guðbjörgu ÍS frá Ísafirði. Það gerðu eigendurnir og áttu vissulega rétt á því. Skip voru grundvöllur veiða áður fyrri eins og nú. Án þeirra verður fiskur ekki veiddur fremur en fyrrum. Þau hafa verið seld af einstökum stöðum þótt ekki væri kvótakerfið. Á það hefur verið bent á þessum vettvangi margoft, að allir áttu í upphafi kvótakerfisins fyrir tæpum tveimur áratugum tækifæri til að kaupa sér kvóta. Sumir gerðu það, en aðrir ekki. Á það hefur einnig verið bent, að þeir sem standa að Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. gættu hagsmuna sinna í þessum efnum og um leið íbúanna á Ísafirði og í Hnífsdal. Spyrja má: Gerði bæjarstjórn Ísafjarðar rétt þegar sá kvóti, er henni tilheyrði með eign í Togaraútgerðinni, var lagður annað og „hlutur íbúanna“ í Básafelli svo seldur þegar lítið fékkst fyrir hann? Áður hafði boðist hærra verð, en kjörnir fulltrúar vildu þá ekki selja.

Þá að öðru. Nú stefnir í minnstu rækjuveiði í Ísafjarðardjúpi í nærri tvo áratugi, en stofninn mun samkvæmt niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar vera sá minnsti í 16 ár. Afleiðingarnar eru augljósar svo sem fyrr er sagt. Í Stykkishólmi glíma menn við hrun skelfiskstofnsins. En væntanlega eykst kvóti þorsks um 30 þúsund tonn og ýsu um 20 þúsund tonn. Það birtir upp. Og vandi Raufarhafnar er ekki skortur á kvóta heldur ákvarðanir sveitarstjórnarmanna. Hér sannast einu sinni enn, að atvinnurekstri er oft illa komið í höndum sveitarstjórna og þeir sem þar sitja svara ekki til ábyrgðar.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli