Frétt

Leiðari 23. tbl. 2003 | 12.06.2003 | 11:08Fögur fyrirheit

Þrátt fyrir að innlendar og erlendar viðvörunarbjöllur klingi í eyrum nýja félagsmálaráðherrans vegna áforma hans um 90% lán til íbúðakaupa, að hámarki 18 milljónir í hverju einstöku tilfelli, er engan bilbug á honum að finna. Ráðherrann ætlar sér greinilega að efna kosningaloforðið hvað sem tautar og raular. Segir þó að horft verði til ábendinga sem fram hafa komið um hættur sem fyrirætlan hans kunna að fylgja. Loforð ráðherrans er reyndar enn að mestu eins og leirinn, sem bíður handa listamannsins.

Þótt enn sé vitnað til biðsala bankastjóra fyrri tíma til upphafningar frelsinu svokallaða, þá er ljóst að vandamálið er ekki að almenningur hafi ekki að öllu jöfnu nægan aðgang að lánsfjármagni. Auglýsingar fjármálafyrirtækja, þar sem mönnum stendur til boða að „eignast“ fjallabíla og glæsikerrur með því einu að skrifa nafnið sitt, bera því glöggt vitni. Myndin af unga fólkinu sem í örvæntingu sinni leitar til ráðgjafaþjónustu með jafnmargar milljónir á bakinu og aldur þess segir til um, hefur aðra sögu að geyma.

Vel má vera að það sé keppikefli að allir „eigi“ þak yfir höfuðið og sem betur fer ná margir því marki. Hvað sem þessu markmiði líður er þó meira um vert að allir „hafi“ þak yfir höfuðið. Afar ólíklegt verður að telja að það eitt leysi vandann að lána þeim hópi þegnanna, sem við núverandi aðstæður sínar hefur ekki getað eignast húsnæði, meiri peninga.

Ætlunin er að lánshlutfall Íbúðalánasjóðs verði almennt 90% er fram líða stundir. Eigi það að skila þeim árangri sem til er ætlast er næsta víst að margt þarf að breytast. Í fyrsta lagi er líklegt að slík hækkun kalli á lengri lánstíma, sem vekur upp spurningar um vexti og verðtryggingu. Í öðru lagi þyrftu laun hins venjulega launamanns að hækka verulega, vægt orðað. Er eitthvað í þá áttina á döfinni? Og eflaust veitti mörgum ekki af efndum á loforðunum um skattalækkanir að auki. Með galopnu kerfi 90% lána af matsverði íbúða aukast líkur á að háar fjárhæðir streymi úr íbúðalánakerfinu til annarra hluta en að er stefnt.

Á engan hátt skal efast um vilja hins nýja félagsmálaráðherra til að leysa húsnæðisvanda fólks. Hann er ekki sá fyrsti í því embætti sem ætlar að frelsa heiminn. Fögur fyrirheit hans eru góðra gjalda verð. Til að þau komi ekki síðar í bakið á skjólstæðingum hans þarf að mörgu að hyggja. Verði það ekki gert mun ráðherrann (eða einhver eftirmanna hans) vakna upp við það, sem skáldið orðaði svo snilldarlega, að það var vitlaust gefið.
s.h.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli