Frétt

bb.is | 12.06.2003 | 08:52Píanótónleikar Tómasar Guðna í Bolungarvík í kvöld

Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari.
Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari.
Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari heldur tónleika í Víkurbæ í Bolungarvík í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20. Tómas Guðni er Vestfirðingum að góðu kunnur. Hann kenndi við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Bolungarvíkur um tveggja ára skeið og hélt meðal annars uppi öflugu lúðrarsveitarstarfi í samvinnu við grunnskólana á Ísafirði og í Bolungarvík. Á efnisskránni í kvöld eru Frönsk svíta eftir Johann Sebastian Bach, sónata (Pathétique) eftir Ludwig van Beethoven, Faschingsschwank aus Wien eftir Robert Schumann og Three Pieces for Piano Solo eftir Hafliða Hallgrímsson.
Tómas Guðni lauk prófi í píanóleik með ágætiseinkunn frá Nýja Tónlistarskólanum undir handleiðslu Vilhelmínu Ólafsdóttur vorið 1996. Hann fór til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama (RSAMD) í Glasgow og lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi árið eftir. Hann hefur komið fram á tónleikum hér heima sem og í Bretlandi, bæði sem einleikari og meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurum. Hann var meðal annars valinn til að frumflytja verk tónskáldsins Gracielu Paraskevaídis að henni viðstaddri. Sem meðleikari hefur Tómas Guðni unnið til fyrstu verðlauna í ljóðakeppni innan RSAMD ásamt mezzosópransöngkonunni Andee-Louise Hypolite.

Tómas Guðni hefur sótt fjölda námskeiða og meðal annars leikið fyrir John Lill, Martino Tirimo, Roger Vignoles, Martin Isepp, Philip Jenkins, Kenneth Van Barthold og Benjamin Luxon. Í kjölfar þátttöku í námskeiði hjá John Streets var Tómasi boðið að sækja einkatíma til hans í Suður-Frakklandi.

Ásamt píanóleik hefur Tómas Guðni einnig lagt stund á nám á baritón-horn (euphonioum) og var það annað hljóðfæri hans í RSAMD. Kennarar hans hafa verið Stefán Þ. Stephensen, Björn R. Einarsson og nú síðast David Dowall.

Tómas Guðni hefur samið, útsett og stjórnað tónlistarflutningi við leiksýningar með leiklistardeild RSAMD í Glasgow og ferðast með sýningar til Manchester og Lundúna, með Stúdentaleikhúsinu í Reykjavík og Leikfélagi Menntaskólans á Ísafirði. Einnig hefur hann komið að gerð tónlistarþátta fyrir Ríkisútvarpið.

Á mánudaginn mun Tómas Guðni halda tónleika í Salnum í Kópavogi. Þá tónleika tileinkar hann tveimur lærifeðrum sínum sem lengi hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi, þeim Birni R. Einarssyni og Guðmundi Norðdahl. Þeir áttu báðir merkisafmæli fyrr á þessu ári. Björn varð áttræður en Guðmundur 75 ára og hvorugur er hættur.

hlynur@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli