Frétt

| 24.01.2001 | 11:23Leysir gamla Blika af hólmi í farþega- og vöruflutningum um Djúp og Strandir

Nýi báturinn verður ekki ólíkur Guðrúnu Kristjáns ÍS í útliti.
Nýi báturinn verður ekki ólíkur Guðrúnu Kristjáns ÍS í útliti.
Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar ehf. á Ísafirði eiga von á nýjum Blika á vordögum. Þau eru búin að semja við Trefjar í Hafnarfirði um smíði á nýjum báti til fólks- og vöruflutninga, sem leysir gamla Blika ÍS af hólmi eftir tíu ára þjónustu. Þetta verður sjötti báturinn í eigu Hafsteins og Kiddýjar frá upphafi. Auk gamla Blika reka þau farþegabátinn Guðrúnu Kristjáns ÍS, sem þau fengu nýjan á síðasta vori og getur tekið allt að 50 farþega.
Nýi Bliki verður 10 metra langur eða jafnlangur og sá gamli. Hann verður hins vegar 3,60 m á breidd eða rúmum hálfum metra breiðari. „Það munar ótrúlega miklu hvað nýi báturinn verður burðarmeiri þó að ekki muni meiru á breiddinni“, segir Guðrún (Kiddý) Kristjánsdóttir, annar eigendanna. Trefjar eiga skrokk nýja bátsins tilbúinn en yfirbyggingin og aðstaðan verður sérhönnuð að öllu leyti fyrir eigendurna. „Hann verður miklu skemmtilegri fyrir farþegana og líka mun hentugri fyrir vöruflutningana og ber meira“, segir Kiddý. „Í útliti kemur hann til með að minna verulega á stóra bátinn okkar, þannig að segja má að hann verði eins konar kynblendingur af bátunum okkar tveimur sem við erum með núna.“ Nýi Bliki mun taka 19 farþega eins og sá gamli.

Fullbúinn mun báturinn kosta á bilinu 18-19 milljónir króna. „Dæmið ætti að ganga upp ef við fáum eins marga farþega og í fyrra. Þetta verður eflaust erfitt fjárhagslega en ég vonast þó til að við fáum gott verð fyrir gamla Blika“, segir Hafsteinn Ingólfsson. Í bátnum verður Cummins Marine 450 vél. „Þetta er fyrsta vél sinnar tegundar á Íslandi. Það má segja að ég sé áskrifandi að Cummins en ég hef hingað til átt fimm slíkar vélar“, segir Hafsteinn. Nýi báturinn mun geta gengið um 25 mílur í sléttu.

Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar annast reglulegar ferðir út í eyjarnar á Ísafjarðardjúpi samkvæmt samningi við Vegagerðina. Þar er um að ræða þrjár fastar ferðir í viku og flutningurinn er póstur, mjólk, olíukálfar, fóðurbætir, áburður og aðrar vörur, svo og skólabörn og aðrir farþegar. „Við erum þannig í hlutverki gamla Fagranessins“, segir Kiddý.

Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli