Frétt

Eiríkur Bergmann Einarsson | 11.06.2003 | 11:37Varnarhagsmunir eða félagsmálaaðstoð?

Er það íslenskri þjóð til framdráttar að krefja Bandaríkjamenn um áframhaldandi félagsmálaaðstoð í formi hers á Miðnesheiði þegar þeir telja enga þörf á því sjálfir? Og þykir mönnum sjálfsagt að þingmaður þjóðarinnar telji sjálfsagt að blanda saman hernaði í Írak við atvinnumál á Reykjanesi? Varnarsamningurinn við Bandaríkin hefur þjónað íslenskum varnarhagsmunum vel. Í kalda stríðinu var heimurinn á valdi tveggja hervelda; skipt á milli lýðræðisaflanna í vestri og alræðisaflanna í austri. Raunveruleg og sífelld hætta var á átökum í þessu tveggja póla heimskerfi.
Við árás Sovétríkjanna á Vesturveldin hefði Ísland lent í miðdepli þeirra átaka. Við þær aðstæður skipti sköpum að tryggja varnir landsins og það var best gert með tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin sem höfðu ennfremur gríðarlegra hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafssvæðinu.

Gjörbreytt heimsmynd

Með hruni Berlínarmúrsins árið 1989 og sundurliðun Sovétríkjanna árið 1991 hefur þessi heimsmynd gjörbreyst. Tvípóla kerfið er liðið undir lok og ekki er lengur hætta á að Ísland verði innlimað í Sovétríkin, – sem ekki eru lengur til. Hættur heimsins eru aðrar og liggja annarstaðar. Því er ekki að undra að bandaríska herveldið vilji bregðast við breyttum aðstæðum með því að færa til hersveitir sínar, sem þekja nánast alla jarðarkringluna núorðið, á þá staði þar sem frekari hætta þykir á átökum. Það segir sig eiginlega sjálft samkvæmt einföldustu herfræði.

Haukar Íslands

Þá bregður svo við að uppi á Íslandi sitja stjórnvöld sem vilja fyrir alla muni ríghalda í veru bandaríska hersins á Íslandi. Á yfirborðinu eru rökin þau að það verði að tryggja varnir landsins með nægjanlegum hernaðarmætti. Nú skyldi enginn ætla að Bandaríkjamenn hafi ekki lengur áhuga halda uppi vörnum á Norður-Atlantshafinu. Þvert á móti er hér um að ræða ríki sem er í meiri hernaðarham en nokkurt annað ríki í sögu jarðar. Og nú skyldi heldur enginn ætla að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna sé sek um að slá slöku við í hernaðarviðbúnaði, því aldrei áður hefur setið jafn stríðsglöð stjórn í Washington. Það hlýtur því að vekja furðu að uppi á Íslandi séu stjórnvöld sem vilja meiri hernaðarviðbúnað heldur en yfirhaukarnir; þeir George W. Bush og Donald Rumsfeld.

Allt fyrir ekkert

Getur verið að hér sé aðeins um tylliástæðu að ræða? Getur verið að þetta snúist alls ekki um varnir landsins, heldur um áframhaldandi félagsmálaaðstoð frá Bandaríkjunum? Frá því herstöðin var sett upp höfum við Íslendingar mergsogið bandaríska skattgreiðendur og heimtað ýmiskonar fjárstuðning í ýmsu formi; til að mynda við uppbyggingu vegakerfis, flugvallar og aðra atvinnustarsemi. Þetta er sosum í takt við annað í utanríkisstefnu Íslands sem hefur hingað til falist í því að heimta allt fyrir ekkert, eins og þar stendur, og gefið dauðann og djöfulinn í aðra en sjálfa okkur.

Snautleg framganga

Það er snautlegt að fylgjast með íslenskum stjórnvöldum fara hverja bónferðina á fætur annarri til Washington til að væla út áframhaldandi félagsmálaaðstoð í formi hernaðarstarfsemi á Reykjanesi. Í þeirri vegferð dró Hjálmar Árnason þó stysta stráið þegar hann blandaði saman stuðningi Íslands við árásina á Írak við stöðu okkar í samningaviðræðunum um áframhaldandi veru bandaríska hersins á Miðnesheiði. Hann benti á að staða Íslands í samningunum væri enn verri ef við hefðum ekki staðið að árásinni á Írak. Því hlýtur maður að spyrja; telur þingmaðurinn eðlilegt að lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð í þeim tilgangi að bæta samningstöðu sína í viðræðum um áframhaldandi félagsmálaaðstoð frá Bandaríkjum?

Eiríkur Bergmann Einarsson

Vefritið Kreml

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli