Frétt

Guðmundur Andri Thorsson | 10.06.2003 | 17:05Þegar herinn fer

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson.
Þegar íslenskir ráðamenn tóku þá afstöðu að styðja hernað Bandaríkjastjórnar og fylgiríkja á hendur Írökum var það ekki síst rökstutt með því að tengsl Íslendinga og Bandaríkjamanna væru „sérstök“. Og mátti skilja að Bandaríkjamenn mættu taka upp á ansi mikilli óhæfu til að Íslendingar styddu þá ekki, og raunar vandséð hvar mörkin kynnu að vera. Þetta virtist með öðrum orðum ekki fyrst og fremst spurning um rangt og rétt heldur ríka hagsmuni Íslendinga.
Þeir ríku hagsmunir voru þeir að flugher Bandaríkjamanna hefði áfram viðbúnað á Keflavíkurflugvelli. Íslenskir ráðamenn hafa því á stundum nánast hljómað eins og blaðafulltrúarBandaríkjahers og á tímabili breyttist meira að segja Morgunblaðið skyndilega í fréttabréf þess sama hers þótt nú hafi til allrar hamingju aftur bráð af mönnum þar á bæ og maður geti á ný lesið fréttir blaðsins.

Málsvörn Halldórs Ásgrímssonar fyrir Bandaríkjamenn er á köflum æði vandræðaleg, sem ekki er að undra. Á tímabili talaði hann mikið og fjálglega um fláttskap og illsku Saddams Hussein og stutt er síðan að íslenski utanríkisráðherrann staðhæfði að stjórn Saddams hafi verið ein sú lakasta „frá því að skráðar sögur hófust“. Þegar talið barst svo í útvarpsfréttum að vaxandi kurr meðal þjóða heims vegna vísbendinga um að réttlætingum fyrir innrásinni hafi verið hagrætt tautaði Halldór eitthvað um að Bandaríkjamönnum og Bretum væri í mun að líta fram á veginn en dveljast ekki við fortíðina.

Og launin?

Þær þjóðir sem studdu innrás Bandaríkjamanna í Írak virðast flestar ætla að fá eitthvað fyrir sinn snúð – þó ekki væri nema velþóknun Bush-stjórnarinnar. Sumar þjóðir fá feita verktakasaminga í svokallaðri uppbyggingu Íraks, sumar ítök í olíuiðnaði, sumar fá aðstoð, sumar beinharða peninga. Og hvað skyldu Íslendingar fá fyrir að afsala sér sjáfstæðri utanríkisstefnu? Hvað fellur í hlut Íslendinga fyrir að láta skrá sig á lista „hinna staðföstu“ sem Davíð Oddsson kallaði svo og lýsa þannig de facto yfir stríði á hendur annarri þjóð í fyrsta sinn í sögu sinni? Hvað græða íslenskir ráðamenn á því að ganga í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar í berhögg við eitt helsta grundvallaratriðið í íslenskri sjálfsmynd – að Íslendingar séu vopnlaus smáþjóð, hlutlaus í stríðum heimsins? Hvað fengum við í staðinn fyrir sjálfsvirðinguna? Því er fljótsvarað: ekkert.

Fyrir fylgispektina virtust íslenskir ráðamenn ætla að verða ósköp lítilþægir og ekki fara fram á margt: þeir báðu um óbreytt ástand á Keflavíkurflugvelli. Litlu verður Vöggur feginn. En því var ekki að heilsla.

Beint í kjölfarið á þessum atburðum kemur bréf upp á það að nú gangi þetta ekki lengur, flugherinn verði að fara – það þurfi því miður að nota hann og ekki hægt að hafa menn aðgerðalausa öllu lengur. Vandséð er hvernig hægt er að niðurlægja íslenska ráðamenn öllu meira. Eftir öll þessi ár hefur Bush-stjórnin staðfest það sem herstöðavandstæðingar sögðu alltaf, að herinn væri ekki hér til að vernda okkur.

Varnir gegn hverjum?

Hvernig stendur á þessari ofuráherslu á nokkrar orustuþotur? Hverju myndu þær breyta? Eru þær annað og meira en tákn? Og fyrir hverjum eiga þær að verja Íslendinga? Hryðjuverkamönnum? Í þeirri hugsun gætir grundvallarmisskilnings á eðli þeirrar tegundar af hermönnum sem kallaðir hafa verið hryðjuverkamenn. Þótt þeir beini spjótum sínum vissulega að óbreyttum borgurum – saklausu fólki – eins og raunar allur hernaður gerir í mismiklum mæli, til dæmis í loftárásum eins og þeim sem Bandaríkjamenn hafa stundað í Afganistan og Írak, þá eru hryðjuverkamenn samt ekki bara einhverjir froðufellandi vitleysingar sem bera einhvers staðar niður: þeir eiga í stríði og þeir eiga í stríði út af einhverju og skotmörk þeirra eru vandlega valin því þeim er ætlað að flytja skýr skilaboð. Árásin á WTC var til dæmis ekki sú fyrsta og táknlegt gildi skotmarksins er augljóst. Eftir framgöngu Bandaríkjamanna í heiminum í tíð núverandi stjórnar, og ekki síst sökum þess að apartheid-stjórnin í Ísrael er að stórum hluta fjármögnuð af Bandaríkjamönnum og vernduð á alla lund, þá er það ekkert sérstaklega vænlegt til öryggis fyrir þjóðarkríli á borð við Íslendinga að halla sér um of að Bandaríkjamönnum. Gleymum því ekki heldur að Nató ábyrgist varnir landsins.

Þegar herinn fer mun íslensk sjálfsmynd breytast. Við vorum lengi vel eins og hið rellandi barn vesturlanda, nú ættu þeir dagar að vera liðnir og renna upp tíð meiri sjálfsvirðin

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli