Frétt

Björn Bjarnason | 09.06.2003 | 13:56Varnarmálaviðræður á nýtt stig

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna komust á nýtt stig fimmtudaginn 5. júní, þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittu Elisabeth Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og aðra fulltrúa Bandaríkjastjórnar á fundi í Ráðherrabústaðnum. Í hópi Bandaríkjamannanna var Ian Brezinski, starfsmaður Pentagon, en faðir hans Zbignew var á sínum tíma öryggisráðgjafi Jimmys Carters Bandaríkjaforseta, á þeim tíma, þegar kalda stríðið stóð sem hæst og mest var rætt um nauðsyn þess að bregðast af festu við vígbúnaði Sovétmanna.
Á þeim árum tók Helmut Schmidt, kanslari Þýskalands, á sig mikil pólitísk óþægindi heima fyrir í því skyni að knýja í gegn samþykki fyrir því, að Bandaríkjamenn hefðu nifteindarsprengju í vopnabúrum sínum í V-Þýskalandi. Sprengjunni var með einföldun lýst á þann veg, að hún eyddi fólki en ekki mannvirkjum. Þegar málið virtist komið á beinu brautina í V-Þýskalandi og þess var eins beðið, að Carter gæfi græna ljósið, dró hann allt í einu í land og tilkynnti, að hann væri hættur við öll áform varðandi þessar sprengjur í V-Þýskalandi.

Minnist ég þess frá fundum, sem ég sótti á alþjóðavettvangi um öryggismál á þessum árum, hve Helmut Schmidt var misboðið vegna framgöngu Carters og höfðu kanslarinn og samstarfsmenn hans oft á orði, að varasamt gæti verið að treysta Bandaríkjastjórn, þegar teknar væru mikilvægar hernaðarlegar ákvarðanir, sem menn teldu, að byggðust á gagnkvæmu trausti. Bandaríkjamenn litu þannig á, að þeir gætu gengið fram á einhliða forsendum, ef þeim sýndist svo.

Svipuðu viðhorfi höfum við Íslendingar raunar kynnst á síðustu tíu árum, þegar rætt hefur verið við fyrirkomulag varna Íslands við fulltrúa Bandaríkjastjórnar. Áhersla okkar á pólitískt samráð og gagnkvæmni virðist koma Bandaríkjamönnum í opna skjöldu, þótt þeir hafi til þessa áttað sig á nauðsyn slíkra vinnubragða að lokum. Á sínum tíma ræddi Davíð Oddsson varnarmálin við Al Gore, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, og við það skapaðist nauðsynleg pólitísk fótfesta í málinu.

Bandaríkjastjórn nálgast oft varnarsamstarfið við okkur Íslendinga á þröngum tæknilegum forsendum og lætur tæknimenn innan Pentagon og einkum flughersins ráða ferðinni. Þeirra hagsmunir byggjast á því að geta sýnt fram á einhverja þætti, sem er erfitt að samræma kröfum íslenskra stjórnvalda um loftvarnir hér á landi. Tæknileg viðhorf eiga vissulega rétt á sér, en þau eiga ekki að ráða ferðinni um úrlausn stjórnmálalegra viðfangsefna og varnarsamningur okkar og Bandaríkjamanna byggist auðvitað á stórpólitískum forsendum, sem tæknimenn eiga ekki að geta spillt.

Í fréttum hefur verið sagt frá því, að Elisabeth Jones hafi afhent Davíð Oddssyni bréf frá George W. Bush Bandaríkjaforseta. Þar með er kominn skýr pólitískur þráður til Hvíta hússins í þessum viðræðum núna og spurning er hvernig unnt er að nýta hann til að sætta ólík sjónarmið í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna eru sammála um gildi hins tvíhliða varnarsamstarfs. Innihald þess verður að vera á þann veg, að stjórnvöld landanna beggja geti vel við það unað.

Björn Bjarnason

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli