Frétt

tikin.is - Pálína Jóhannsdóttir | 06.06.2003 | 17:05Óraunveruleiki kvikmynda, raunveruleiki götunnar?

Pálína Jóhannsdóttir.
Pálína Jóhannsdóttir.
Í sjónvarpinu rétt fyrir helgi var á dagskrá mynd með Keanu Reeves. Ég kom inn í myndina en fljótlega var ég komin inn í söguþráðinn sem í stuttu máli var um ungan fjárhættuspilara (Reeves) sem var látinn þjálfa unga drengi í hafnarbolta. Myndin var ekkert sérstök og endaði eins og allar svona myndir. Reeves var ekkert hrifinn af því í fyrstu að þjálfa en í lok myndarinnar hætti hann að „gambla“ og var yfir sig hrifinn af þjálfuninni og liðið hans endaði auðvitað sem meistari. Í myndinni var ungur drengur skotinn til bana á leiðinni heim til sín – ég hugsaði eftir myndina hvað við ættum gott að búa á Íslandi og að svona myndi nú aldrei gerast hér á landi.
En ég þurfti ekki að hugsa það lengi því það er jú margt sem gengur á hér á okkar litla landi. Oftast hef ég galað hæst um óréttlæti yfir ofbeldi gegn konum en nú er bara nóg komið af ofbeldi. Ég hef oft furðað mig á því að dómar séu alltof vægir vegna kynferðisafbrota. En í síðustu viku féll dómur, sem fékk mitt hjarta til að titra og Ísafjörð og líklega Ísland allt til að skjálfa.

Í byrjun júni 2002, sjómannadagshelgina í fyrra, fór rúmlega tvítugur drengur í helgarferð frá Ísafirði til Reykjavíkur. Hann fór að skemmta sér, enda sjómaður og best að nýta helgarferðina. Í Hafnarstrætinu í Reykjavík réðst að honum drengur og síðan annar, þeir slógu hann og börðu. Ástæðan var – engin! Af sárum sínum lést hann nokkrum dögum síðar. Ísafjörður var lamaður, skilningurinn á því að ungur drengur skyldi láta lífið fyrir ofbeldismönnum út af engri ástæðu var að vonum lítill. Í heilt ár biðum við eftir úrskurði dómara. Nú loks fyrir sjómannadagshelgina árið 2003 ákváðu dómarar að dæma annan piltinn í tveggja ára fangelsi en hinn í þriggja ára fangelsi.

Ég hef áður fussað og sveiað yfir því að of vægt sé tekið á kynferðisglæpum þegar brotamennirnir hljóta stutta dóma. En ég verð að lýsa yfir furðu og hneykslun minni á úrskurði þeirra dómara sem dæma menn í svo stuttan tíma fyrir að enda líf manns í blóma lífsins. Ég gæti eflaust skrifað heila ritgerð um afrek drengsins og hversu góður Magnús Freyr var, drengur sem féll fyrir höndum ofbeldismanna en við Ísfirðingar vitum vel hvað við misstum þennan dag i júní.

Kannski er Ísland að taka á sig skakka mynd kvikmynda. Annar ofbeldismannanna skrifaði forseta Íslands bréf um aukið ofbeldi á Íslandi. Þar skrifaði hann um að drengir gerðu sér enga grein fyrir að með einu höggi væri hægt að bana manni því í myndunum væri þetta bara kúl...!

Kæru Íslendingar, óraunveruleiki kvikmyndanna er raunveruleiki sem bíður fólksins á götunum. Hugsum okkur tvisvar um áður en við setjumst með börnunum fyrir framan sjónvarpið. Og vonandi hugsa dómarar sig tvisvar um í framtíðinni áður en þeir dæma menn sem taka líf annarra í tveggja til þriggja ára fangelsi.

Tíkin, vefrit hægri sinnaðra femínista um pólitík, einstaklingsfrelsi og jafnrétti

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli