Frétt

bb.is | 05.06.2003 | 15:21Könnuð verði bygging allt að 2.000 m² skólahúss við Fjarðarstræti

Byggingar Grunnskóla Ísafjarðar fyrir miðri mynd. Efst til hægri má sjá skúralengju á lóð Ísafjarðarbæjar við Fjarðarstræti.
Byggingar Grunnskóla Ísafjarðar fyrir miðri mynd. Efst til hægri má sjá skúralengju á lóð Ísafjarðarbæjar við Fjarðarstræti.
Fram er komin tillaga um að metin verði sú leið til lausnar húsnæðisvanda Grunnskólans á Ísafirði, að byggt verði 1.800 til 2.000 fermetra skólahúsnæði við Fjarðarstræti. Lárus G. Valdimarsson fyrir hönd bæjarfulltrúa S-lista lagði þessa tillögu fram á síðasta fundi bæjarstjórnar. Í tillögunni segir að viðhalds- og endurbótaverkefni sem ráðgerð eru í sumar verði með sama hætti og í 1. áfanga tillögu undirbúningshóps vegna byggingar framtíðarhúsnæðis fyrir Grunnskólann á Ísafirði. Ennfremur verði á tímabilinu 2006 til 2010 unnið að endurbótum á eldra húsnæði skólans eftir þörfum og verði hugmyndir úr verðlaunatillögu lagðar til grundvallar þeim breytingum. Gert verði ráð fyrir notkun skólahúsnæðis í Kaupfélagshúsinu í samræmi við tillögur starfshóps.
Samkvæmt tillögunni er hinu nýja skólahúsnæði ætlað að hýsa 7. til 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði. Gert er ráð fyrir þremur bekkjardeildum í hverjum árgangi og verði því almennar kennslustofur 12 fyrir utan þrjár til fjórar sérgreinastofur. Tillöguhöfundar meta kostnað við verkið um 350 til 400 milljónir króna miðað við að framkvæmdir hefjist í ársbyrjun 2004 og skólastarf þar hefjist haustið 2005.

Aðspurður segir Lárus horft til þess að nýta lóðir sem bærinn hefur keypt við norðanvert Fjarðarstræti á móti Hæstakaupstað. Eins hafi komið fram önnur hugmynd um að byggja á lóð Kaupfélagshússins. „Nú liggur fyrir að menn ætla að nýta það hús áfram fyrir Grunnskólann. Með viðbyggingu gæfist okkur kostur á að loka hringnum ef svo má að orði komast og skapa ágæta heild“, segir Lárus.

Í greinargerð með tillögunni segja höfundar að þeir telji kostnað við útfærslu verða of mikinn og að framkvæmdatími sé allt of langur í þeim hugmyndum sem fram koma í niðurstöðum undirbúningshópsins. Erfitt verði að fara í byggingarframkvæmdir á skólalóð og í næsta nágrenni hennar auk þess sem skólalóð verði skipulagslega óhagkvæm. Segja tillöguhöfundar útfærslu sína vera 30 til 35% ódýrari en fyrirliggjandi hugmyndir hópsins en í tveimur af þremur þáttum tillagnanna sé stuðst við niðurstöður hans og því sé um ágæta og hagkvæma málamiðlun að ræða.

„Fyrst og fremst er það tími og kostnaður við höfum áhyggjur af í núverandi hugmyndum. Við erum alls ekki mótfallnir því að gera upp gamla barnaskólann en teljum brýnast að menn vinni að því að leysa húsnæðisvandann. Mér finnst menn mjög fastir í því að þetta sé einhver byggingarfræðileg fegrunaraðgerð á miðbæ Ísafjarðar en miði ekki að því að leysa þörf. Þessar tillögur okkar eru ekkert heilagt mál og við ætlum ekki að hefja nýjar deilur um húsnæðismál GÍ en okkur finnst sá rammi sem menn eru búnir að skilgreina sig inni í núna ansi knappur. Ég vona að minnsta kosti að menn meini það sem þeir segja, að þeir vilji finna góða lausn á þessum málum“, segir Lárus.

Bæjarstjórn vísaði tillögu þeirra S-lista manna til byggingarnefndar vegna framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði sem væntanlega tekur til starfa fljótlega.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli