Frétt

Stakkur 22. tbl. 2003 | 04.06.2003 | 10:47Hagur Vestfirðinga

Ný ríkisstjórn tók við fyrir tólf dögum. Merkustu tíðindin voru þau að 15. september 2004 tekur Halldór Ásgrímsson við embætti forsætisráðherra og Davíð Oddsson verður annað hvort utanríkis- eða fjármálaráðherra. Breytingar urðu og verða á ráðherraskipan. Björn Bjarnason varð dóms- og kirkjumálaráðherra, Sólveigu Pétursdóttur er ætlað forsæti á Alþingi undir árslok 2005. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður menntamálaráðherra um næstu áramót, en Tómas Ingi Olrich sendiherra í París. Við skipti forsætisráðherra verður Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra, þá flyst einn ráðherra milli stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkur fær sjö, en Framsókn fimm, fækkar um einn. Félagsmálaráðherra er Árni Magnússon, nýkjörinn alþingismaður í Reykjavík norður, búandi í Hveragerði.

Hlutur Vestfirðinga í ríkisstjórn er enginn. Við því mátti búast. Mörgum finnst þó að röðin hefði átt að koma að Einari Kristni Guðfinnssyni nú. En breytt skipan kjördæma tryggir því áfram Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Kann að vera að útstrikanir í Norðvesturkjördæmi vegi minna en í Reykjavík suður? Einar Kristinn er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem vissulega er eitt mikilvægasta embætti innan þings. Án efa mun hann standa sig með mikilli prýði í því sem öðru. Kristinn H. Gunnarsson er nú formaður iðnaðarnefndar Alþingis, lét af formennsku þingflokks Framsóknar. Ekki er ljóst hvernig lesa skal þau skilaboð að Kristinn mætti ekki á fund þingflokksins sem gerði út um embætti hans. Vissulega er formennska hans mikilsvert starf, enda margt á döfinni, stórvirkjun og bygging álvers auk annars. Ávallt er erfitt að sjá hvernig embættum skal deila út, margir vilja, fáir fá. Einar Oddur Kristjánsson hefur reynst drjúgur þingmaður, þótt mörgum gangi misjafnlega að koma auga á það, því hann auglýsir sig lítt. Samstarf þeirra nafna hefur verið með ágætum. Vestfirðingum er það brýnt að þingmenn sem fyrir þá starfa hafi glögga yfirsýn og góð tengsl á Alþingi og við ríkisstjórn. Þá verður hag okkar best borgið. Staða Guðjóns A. Krisjánssonar í stjórnarandstöðu er veik fyrir kjördæmið. Aðrir þingmenn eru lítt tengdir Vestfjörðum.

Eftir því er tekið að nýir þingmenn Samfylkingar, sem greinilega er í sárum yfir hlut sínum að loknum kosningum, eru að draga umræðu á Alþingi niður á lágt plan. Götustrákahegðun gagnast ekki íslenskri þjóð, er nýjum þingmönnum síst til sóma, er þeim til skammar og lýsir litlum skilningi slíkra manna á trúnaðarstörfum í þágu almennings. Slík hegðun þykir til vansa í grunnskólum landsins hvað þá þegar þroskaleysi er mönnum ekki lengur til afsökunar eða ætti ekki að vera það. Ljóst er af þróun mála á Raufarhöfn hve mikilvægt er að á málefnum landsbyggðar sé haldið af festu og ábyrgð. Jafnframt kristallast mikilvægi sterkra sjávútvegsfyrirtækja í heimabyggð undir stjórn heimamanna, svo sem gildir um Hraðfrystihúsið Gunnvöru í Hnífsdal. Væntanlega bera allir þingmenn skynbragð á mikilvægi forystu heimamanna í héraði. Heimamönnum þarf að vera þetta ljóst og muna að samstarf atvinnulífs, sveitarstjórna, Alþingis og ríkisstjórnar er landslýð nauðsyn.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli