Frétt

| 20.01.2001 | 11:26Konur bjóða körlum og halda fast í hefðirnar

Bolungarvík við Ísafjarðardjúp.
Bolungarvík við Ísafjarðardjúp.
Þorrablót Bolvíkinga verður haldið í Víkurbæ í kvöld. Blótinu fylgja grónar hefðir og sérstæðar að ýmsu. Konur einar annast undirbúning og bjóða körlum sínum til fagnaðarins. Þetta hefur gefist afar vel. Fyrst var blót með þessum hætti haldið í Bolungarvík á þorranum árið 1943*) þegar Íslendingar höfðu ennþá kóng. Á síðari árum hefur sú saga gengið, að einu sinni fyrir langalöngu hafi blótið fallið niður þegar konurnar höfðu falið körlum sínum að annast framkvæmdina. Það er ekki alls kostar rétt, eins og fram kemur í viðauka hér fyrir neðan.
Stundum hefur sú tilhögun verið átalin, að eingöngu fólk í sambúð og með lögheimili í Bolungarvík skuli eiga kvæmt á þetta blót. En húsrúm setur skorður og því formi skal ekki gleyma, að hér býður kona karli sínum út. Der skal to til, eins og sagt var á meðan við höfðum ennþá kóng.

Í gleði þessari klæðast konur ævinlega íslenskum búningum. Með hverju ári fjölgar þeim körlum sem kaupa sér og klæðast hinum nýja íslenska hátíðarbúningi karlmanna (væntanlega kemur frumkvæðið oft frá konunum þeirra í þessu efni sem öðrum). Ef til vill verður slíkt orðið skylt innan fárra ára.

Ellefu kvenna nefnd undirbýr blótið hverju sinni. Að sögn Kristínar Gunnarsdóttur, formanns nefndarinnar að þessu sinni, hefur reynslan sýnt að þetta er hæfilegur fjöldi enda eru verkin mörg. Auk þess er gott að standi á stöku þegar greiða þarf atkvæði um álitamál. Konurnar annast öll skemmtiatriði, sem eru heimatilbúin fyrir þetta tilefni eins og vera ber. Þær semja og flytja leikþætti og gamanmál og aðra skemmtan. Alltaf er fluttur nýr Bolungarvíkurbragur um lífið í bænum og undir lokin eru sungnar vísur um konurnar sjálfar í nefndinni. Þegar borð eru tekin upp leikur Hjónabandið fyrir dansi. Nafnið á hljómsveitinni getur ekki talist með öllu óviðeigandi við þessar aðstæður.

Matur er etinn úr trogum sem komið er með að heiman. Um borð í trogunum ríkir sama ræktarsemin við gamlar hefðir – áhöfnina skipa hákarl og harðfiskur, hangikjöt og svið og brauð og smér og annað sem við á að éta. Konur sitja öðrum megin borðaraða en karlar andspænis og samneyta þeim úr trogunum.

Þegar áti og gamanmálum lýkur eru borð hafin svo dansa megi. Körlum er þá gert að hjálpa til við nýskipan borða og stóla. Það er eina viðvikið sem þeim er treyst fyrir í allri framkvæmdinni enda reynir þar eingöngu á vöðvastyrk.

Kristín Gunnarsdóttir verður aldrei aftur valin til formennsku í undirbúningsnefndinni. Ástæðan er þó ekki sú, að hún hafi reynst svo vondur formaður að henni sé ekki treyst framar. Það er aftur á móti ein hefðanna, að kona verður aðeins einu sinni á lífsleiðinni formaður í þessari nefnd. Á hverju ári er líka endurnýjað hæfilega í nefndinni, þannig að ferskleiki blandist reynslu.

Annað er ekki vitað en körlum líki mætavel forsjá og forstaða kvenna sinna í þessum efnum. Þorrablótið í Bolungarvík er „besta þorrablót í heimi“ eins og kunnur Bolvíkingur komst að orði í þættinum Í vikulokin í útvarpinu núna fyrir hádegið. Jafnvel er ekki hægt að fullyrða nema einhverjir einhleypingar eigi sér leyndan draum um bolvískan kvenkost – þó ekki væri til annars en að komast á þorrablótið.


*) Viðauki 24. janúar 2002:

Löngum hefur verið talið að fyrsta þorrablótið í Bolungarvík hafi verið haldið árið 1944. Una Halldórsdóttir í Bolungarvík hefur hins vegar traustar heimildir fyrir því, að það hafi verið árið 1943.

Una segir að einu sinni hafi blótið fallið niður. Það mun hafa verið rétt fyrir eða um 1950 þegar mænuveikin eða Akureyrarveikin svokallaða gekk og ekki var heimilt að halda fjöldasamkomur.

Varðandi þátt karla í blótinu segir Una, að upp hafi komið sú hugmynd að karlar og konur skiptust á að annast þennan árlega fagnað. Hinn 19. febrúar 1955 héldu karlar í Bolungarvík síðan fagnað sem nefndist Jörvagleði og kom í stað þorrablóts kvennanna. Una segir að þetta hafi tekist prýðilega þó að ekki hafi orðið framhald á þessu hjá körlunum. Dagsetningin og ártalið eiga ekki að fara á milli mála í þessu tilviki, því að Una sigraði í spurningakeppni sem haldin var á Jörvagleðinni og fékk áritaða bók í verðlaun.

bb.is | 28.09.16 | 11:45 Engin mengun í vatninu

Mynd með frétt Enga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli