Frétt

mbl.is | 02.06.2003 | 14:19Tiger Woods í gír á síðasta degi Memorial

Kenny Perry sigraði á Memorial mótinu en það var Tiger Woods sem fékk mesta hvatningu frá áhorfendum sem fylgdust náið með hverju höggi hans á síðasta deginum. Fyrirfram var búist við að Tiger mundi blanda sér í toppbaráttuna en hann náði sér ekki á strik á Muirfield Village vellinum fyrr en á síðasta degi. Þegar Tiger setti næstum niður annað höggið sitt á 15 holunni, sem er par 5 urðu fagnaðarlætin svo mikil hjá áhorfendum svo mikil að síðasti hópurinn sem var þá staddur á 10 teig (um 400 metra í burtu) heyrðu lætin. Höggið sem var um 190 metrar, var slegið með 4 járni og endaði það aðeins nokkra sentimetar frá holunni.,,Þetta var gott golfhögg, ég dró boltann aðeins og fékk góða lendingu", sagði Woods og glotti við tönn.
,,Hann er besti kylfingur í heimi, svo það má alltaf búast við einhverju slíku af honum" sagði Ben Crane sem spilaði með Tiger á síðasta deginum.

Tiger fór síðasta hringinn á 65 höggum eða 7 höggum undir pari, þetta var fyrsta mót hans í Bandaríkjunum síðan Masters. Tiger sem hafði unnið þennan titil þrjú ár í röð 1999-2001 átti ekki möguleika eftir að hann fór þriðja hringinn á 76 höggum.

,,Ég átti slæma hrinu sem gerði út um sigurvonir mínar" sagði Tiger. Hann fékk einn skramba og fjóra skolla á níu holum og spilaði þær á alls 42 höggum, vindur var mikill og hitastigið ekki eins og kylfingar á PGA mótaröðinni eiga að venjast. Kannski óhætt að segja að það hafi verið íslenskar aðstæður.

Tiger hóf loka umferðina í 16 sæti, 11 höggum á eftir efsta manni, hann átti ekki möguleika á því að ná Perry þar sem hann náði einungis sjö pörum áður en veðrið og hann byrjaði að hitna. Á 8 og 9 holunni náði hann fuglum, á 11, 12 og 16 holunni skaust nafn hans inná nafnalistann á vellinum. Það fór kliður um áhorfendur, þrátt fyrir það gerði Tiger sér aldrei von um að ná Perry. ,,Kenny er að spila of vel til þess að ég eigi möguleika, þegar hann komst í 17 undir par átti ég enga möguleika" sagði Tiger.

Tiger endaði hringinn á því að ná fugli á 17 holunni og pari á þeirri 18 og jafnaði þar með lægsta skor dagsins sem Mike Weir hafði náð, eða 7 undir pari. Tiger fór síðustu ellefu holurnar á 7 undir pari.

Næst á dagskrá hjá Tiger er Opna Bandaríska meistaramótið á Olympia Fields vellinum, Tiger sagði að hann hefði ekki þurft að skora vel á síðast deginum til þess að vera sáttur við leik sinn. ,,Ég hef verið að spila vel, jafnvel ef ég hefði verið á 70 eða 71 höggi hefði ég verið sáttur. Ég sló boltann vel jafnt og þétt og náði nokkrum góðum púttum."

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli