Frétt

Sælkerar vikunnar – Gabríela Aðalbjörnsdóttir og Jóhann Birkir Helgason | 30.05.2003 | 15:04Nan-brauð, humar og ís

Gabríela og Jóhann Birkir í eldhúsinu heima í Hnífsdal.
Gabríela og Jóhann Birkir í eldhúsinu heima í Hnífsdal.
Við höfum ákveðið að hafa uppskrift vikunnar létta rétti sem eru ekkert skyldir. Þar sem sól er farin að hækka á lofti langar okkur til að gefa ykkur uppskrift að nan-brauði sem er mjög gott að grilla úti í sólinni. Okkur finnst mjög gott að bera þetta fram með takkó-sósu og góðu rauðvíni. Einnig langar okkur að gefa ykkur uppskrift að ljúffengum humarrétti sem er tilvalinn við hvaða tækifæri sem er. Að lokum kemur uppskrift að virkilega góðum og girnilegum ís sem er mjög fljótlegt að gera og gott að eiga í frysti.
Nan-brauð

7-8 dl hveiti
25 g ger (einn pakki)
1 tsk salt
1 tsk natrón
1 msk olía
3 dl vatn

Hnoðað saman og látið hefast í einn og hálfan til tvo tíma. Fletjið út svo að það verði um hálfur sentimetri á þykkt og skerið til með kleinujárni í litla hluta (svipað og smábrauð að stærð) og stingið með gaffli nokkrum sinnum í hvert brauð. Bakið síðan á þurri pönnu eða á útigrilli þar til brauðið er orðið fallegt á litinn.


Humar Newburg

50 g smjör
2 saxaðir laukar
1 msk hveiti
hálf tsk salt
einn áttundi tsk paprika
einn áttundi tsk cayennepipar
4 dl rjómi
2 eggjarauður
500 g humar, skelflettur
2 tsk sérrí

Látið laukinn krauma í smjörinu þar til hann verður mjúkur og glær. Bætið hveiti, salti og cayennepipar út í og blandið vel saman. Hellið rjómanum út á og hrærið vel í. Bætið humrinum út í, látið suðuna koma upp og sjóðið í 2-3 mínútur. Sláið eggjarrauðurnar sundur í skál og setjið örlítið af heitri sósunni saman við. Hellið þessu því næst í pottinn, bætið sérríinu út í og hitið að suðu. Hrærið í á meðan og gætið þess að ekki sjóði. Berið fram í litlum skeljum eða brauðkollum. Eins er gott að bera þetta fram með ristuðu brauði.


Ljúffengur ís með ferskum ávöxtum

1 lítri vanillu Mjúkís
3-4 rommí-súkkulaðistangir
ca. 1 dl sterkt kaffi
fersk jarðarber, bláber, kíwí og vínber

Ísinn er látinn þiðna svolítið á borði. Síðan er kaffinu blandað saman við ásamt rommí-súkkulaðinu sem er brytjað smátt. Sett í hringlaga kökumót og látið í frysti. Ísinn er svo settur á disk og skreyttur með brytjuðum ávöxtunum sem komið er fyrir í miðju hringsins.

Verði ykkur að góðu.

Við skorum á Rúnar Óla Karlsson og Nanný Örnu Guðmundsdóttur að koma með næstu uppskrift.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli