Frétt

Stakkur 21. tbl. 2003 | 28.05.2003 | 09:14Ný og breytt ríkistjórn

Svo sem fyrir lá tók ný ríkisstjórn við völdum á föstudaginn og um leið voru boðaðar miklar breytingar. Davíð Oddsson forsætisráðherra í samfleytt 12 ár, heil þrjú kjörtímabil, heldur áfram starfi sínu sem slíkur, en einungis tæpa 16 mánuði, því þá fær Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og einn reyndasti núlifandi stjórnmálamaður tækifærið sitt og mun taka við embætti forsætisráðherra.

Þetta eru stórtíðindi. Farsæll og óvenjulegur, reyndar einstakur stjórnmálamaður á Íslandi, Davíð Oddsson, sem varð forsætisráðherra áður en hann sat sinn fyrsta þingfund, lætur af eina ráðherraembættinu sem hann hefur gegnt. Fyrir virðist liggja að hann taki annað hvort við embætti utanríkis- eða fjármálaráðherra hinn 15. september 2004. Tíminn mun leiða í ljós framtíð Davíðs Oddssonar, sem á að baki annars konar og glæstari feril en flestir, ef ekki allir íslenskir stjórnmálamenn sem uppi hafa verið. Það er því eðlilegt að Davíð hafi viljað sitja í þessu embætti þegar haldið verður upp á aldarafmæli ráðherradóms og innlendrar stjórnar á Íslandi. En fyrsta febrúar næstkomandi eru liðin 100 ár frá því Hannes Hafstein varð Íslandsráðherra, hinn fyrsti.

Að þessu sinni urðu aðeins tvær breytingar. Sólveig Pétursdóttir lætur af embætti dóms- og kirkjumálaráðherra eftir einungis eitt kjörtímabil. Við tekur Björn Bjarnason, fyrrum menntamálaráðherra og núverandi oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, og þar þarf að finna nýjan foystumann. Það eru einnig nokkur tíðindi. Sólveigu er ætlað að taka við embætti forseta Alþingis haustið 2005 en þá mun Halldór Blöndal víkja úr fosetastóli. Árni Magnússon tók við af Páli Péturssyni sem félagsmálaráðherra. Ekki var fullkomin eining innan þingflokks Framsóknarflokksins um þá skipan.

En frekari uppstokkun bíður við sjóndeildarhringinn. Um áramót tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við sem menntamálaráðherra og Tómasi Inga Olrich er ætlað sendiherrastarf í París, eftir skamman feril í ráðherrastóli. Sigríður Anna Þórðardóttir tekur við sem umhverfisráðherra um leið og forsætisráðherraskipti verða. Væntanlega verður Sif Friðleifsdóttir að víkja þegar ráðherraembættum Sjálfstæðisflokks fjölgar í sjö en embættum samstarfsflokksins fækkar í fimm. Þessar breytingar boða nýja tíð. Enginn mun geta gengið að því vísu að ráðherradómur standi óbreyttur eftir að fæti hefur verið smeygt inn í ráðuneyti. Sjálfstæðisflokkurinn mun eignast tvær konur á ráðherrastóli og slá þannig á umræðuna um slakan hlut kvenna. Væntanlega mun fækka um einn kvenráðherra í Framsókn.

Spennandi tímar eru framundan fyrir stjórnarliða en eyðimerkurgangan bíður stjórnarandstöðunnar næstu fjögur árin. Ekki fengu Vestfirðingar ráðherra nú. Kristinn H. komst ekki að í Framsókn, Einar Kristinn er orðinn formaður stærsta þingflokksins. Meira um stöðu Vestfirðinga næst.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli