Frétt

| 17.01.2001 | 11:43Úlfar Ágústsson á leið til Brasilíu

Úlfar S. Ágústsson.
Úlfar S. Ágústsson.
Á morgun leggur Úlfar Ágústsson á Ísafirði af stað til Brasilíu með óvissuna eina fyrir stafni. Ætlun hans er að dveljast þar í landi um þriggja vikna skeið að þessu sinni. Á niðurstöðu þessarar ferðar mun síðan velta hvort hann sest þar að, ef til vill fyrir fullt og allt. Úlfar varð sextugur á síðasta ári og hefur alið aldur sinn á Ísafirði, þar sem hann á gott fyrirtæki, glæsilegt hús og góða fjölskyldu. Hann ætti því að geta farið að hafa það náðugt eftir erlisaman og stundum erfiðan lífsferil. Ekki síst þar sem hann hefur ekki gengið alveg heill til skógar að undanförnu.
En það hvarflar ekki að Úlfari Snæfjörð Ágústssyni að setjast í helgan stein. Í ítarlegu og ákaflega hreinskilnu og persónulegu viðtali í Bæjarins besta, sem kemur út í dag, greinir Úlfar frá tildrögum og tilgangi Brasilíuferðarinnar. Hann segir að það fari eftir aðstæðum hvort hann muni enda ævistarfið þar eða hér heima. „Það eru orðin ákveðin tímamót í lífi mínu. Ég varð sextugur í fyrra þannig að heldur er farið að halla undan fæti. Ég hætti störfum í eigin rekstri fyrir tveimur og hálfu ári og hef verið að vinna sem verkamaður hérna á höfninni síðan. Einhvern veginn hef ég ekki fundið mig í starfi verkamannsins.

Svo virðist sem ég sé búinn að vera of lengi í stjórnunarstörfum til þess að ég felli mig við að vera áhrifalaus maður í starfi. Ég er svo vel settur að ég á hér á Ísafirði gott fyrirtæki sem er rekið af afar góðum starfsmönnum, sonum mínum tveimur og eiginkonu, og þess vegna get ég kannski leyft mér að líta svolítið í kringum mig. Og ég er ákveðinn í því að leita mér að nýju starfi, ekkert síður annars staðar en á Ísafirði og raunar hvar sem væri í heiminum, þar sem ég get fengið að ráða einhverju. Þetta er það sem ætlunin er að skoða næstu þrjár vikurnar.“

Fram kemur í viðtalinu, að Úlfar er farinn að læra portúgölsku, sem töluð er í Brasilíu. Hins vegar var hann farinn að huga að því námi áður en Brasilíuförin kom til, því að hann hafði áður verið að velta fyrir sér ýmsum hlutum í Portúgal og framtíðarmöguleikum þar.

Einnig er í viðtalinu komið inn á viðhorfið til dauðans. Úlfar fór í aðgerð á síðasta ári og kom þá í ljós krabbameinsvottur. Þetta spurðist út og þegar hann kom aftur heim til Ísafjarðar var honum tekið eins og hann væri að koma úr greipum dauðans. En Úlfar hefur ekki áhyggjur af slíku. Viðhorf hans er þetta: „Notaðu getu þína og hæfileika á meðan þú ert lifandi. Svo kemur dauðinn bara þegar hann vill. Það er hans mál! Vertu ekkert að velta þér upp úr dauðanum. Þú getur aldrei dílað við hann hvort sem er!“

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli