Frétt

Gunnar Smári Egilsson | 27.05.2003 | 10:25Sjálfstæðisflokkur í kreppu

Niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna tveimur vikum eftir kosningar er forvitnileg. Í fyrsta lagi vegna þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú mun lægra en það var í kosningunum og Samfylkingarinnar að sama skapi hærra. Í öðru lagi fyrir hvað svarhlutfallið er hátt. Íslendingar virðast síður en svo hafa fengið nóg af pólitík í kosningunum. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka en Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og vel innan allra skekkjumarka.
Hækkun Samfylkingar um 4 prósent og lækkun Sjálfstæðisflokksins um annað eins bendir hins vegar til breytingar á afstöðu fólks. Og þessi breyting er eiginlega þveröfug við það sem hefði mátt búast við. Undir venjulegum kringumstæðum bæta stjórnarflokkar við sig fylgi fyrst eftir stjórnarmyndun en þeir flokkar sem ekki komast að ríkisstjórnarborðinu tapa. Ástæðan er án efa sú að sá flokkur sem tekst að vinna vel úr sinni stöðu og komast í ríkisstjórn nýtur aukins trausts en sá sem spilar þannig úr sinni stöðu að hann situr utan valdastóla missir stuðning.

Nú gerist það hins vegar að sá flokkur sem tapaði mestu í kosningunum heldur áfram að missa fylgi þrátt fyrir að vera í ríkisstjórn. Og sá flokkur sem vann mest á en komst aldrei í þá stöðu að eiga möguleika á stjórnarsetu bætir enn við sig.

Ein leið til að túlka þetta væri að leggja til að hluti kjósenda væri einfaldlega svekktur yfir áframhaldandi stjórnarsamvinnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins og segist nú tilbúinn að kjósa Samfylkingu – þann flokk sem líklegastur væri til að leiða aðra ríkisstjórn. Og sem fyrr bitnaði veik staða stjórnarinnar fremur á Sjálfstæðisflokki en Framsókn.

Önnur leið væri að segja að stjórnarmyndunin hefði veikt Sjálfstæðisflokkinn; að flokkurinn hefði gefið allt of mikið eftir gagnvart minni flokkinum. Það er fáum flokkum mikilvægara að virka sterkur og traustur á kjósendur en Sjálfstæðisflokknum. Það að semja af sér forsætið í ríkisstjórninni er veikleikamerki og sá sem sýnir af sér veikleika í stjórnmálum gerir stöðu sína ávallt enn veikari.

Það eitt að mælast með undir 30 prósent fylgi í skoðanakönnun er alvarlegt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eftir þarsíðustu kosningar mældist flokkurinn með um og yfir 45 prósenta fylgi. Fylgi flokksins er því um þriðjungi minna í dag en fyrir fjórum árum. Ef sjálfstæðismenn hafa gælt við þá hugmynd að flokkurinn myndi hægt og bítandi jafna sig á stóru tapi í síðustu kosningum gefur þessi niðurstaða ekki tilefni til bjartsýni.

Samfylkingin getur á móti glaðst yfir sinni stöðu. Sá flokkur lagði mikið undir í kosningabaráttunni og ætlaði sér bæði marga og stóra sigra. Markmiðin voru svo há og mörg að andstæðingar Samfylkingarinnar áttu í litlum vandræðum með að túlka nokkra fylgisaukningu flokksins í kosningum sem tap. Eftirleikur kosninganna skilar flokknum heldur engu og forystumönnum hans fórst hann heldur klaufalega úr hendi. En niðurstaða könnunar Fréttablaðsins bendir til að kjósendur muni ekki ætla sér að refsa flokknum fyrir þetta – alla vega ekki strax.

– Fréttablaðið / Gunnar Smári Egilsson ritstjóri.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli