Frétt

Guðmundur Andri Thorsson | 26.05.2003 | 16:13Til hvers er ríkissjónvarp?

Starfsmenn RÚV virtust viti sínu fjær af tilhlökkun og spenningi alla síðustu viku. Júróvision var í nánd: og í hvert sinn sem maður opnaði fyrir rásir þessarar stofnunar dundu á manni gömul júróvisionlög, upprifjanir gamalla þátttakenda, pistlar sérlegra sendimanna stofnunarinnar á staðnum og almennar bollaleggingar um að best færi á því að Birgitta væri bara „hún sjálf“. Meira að segja í Speglinum mátti heyra speki um „nýja sjálfsmynd Evrópu“ eða eitthvað þvíumlíkt: Öllu var tjaldað, þetta er aðalviðburður ársins hjá þessari stofnun – ef ekki sá eini.
Forlátið neikvæðnina...

Ég bið lesendur að afsaka þennan tón: Hann kemur sjálfkrafa. Ég er mótaður af þeim tímum þegar þessi keppni þótti fáfengileg og þótt í lagi væri svo sem að gjóa á hana auga hefði maður ekkert annað við tímann að gera var hún ekki til umræðu. Ég er sjálfskipaður menningarviti og get ekki gert að því að vera alltaf óðara farinn að hugsa í einhverjum löngu úreltum skiptingum í háa og lága list, og þegar ég nú á sunnudagsmorgni reyni að hrista það af mér og grafa upp eitthvað jákvætt til að segja um þessa keppni þá verður það eitt og annað: Birgitta Haukdal er til dæmis þjóðargersemi.

Og það er eitthvað ómótstæðilegt við þetta havarí allt saman; ég lét mig meira að segja hafa það að hringja sérstaklega og greiða atkvæði laginu Hasta la vista bara til að óhlýðnast fyrirmælum Gísla Marteins Baldurssonar, og skildi ekki hvað væri hallærislegra við þennan vörpulega tenór frá Úkraínu en norska ungmennið sem var að reyna að syngja eins og Johnny Logan, og Gísli beitti öllum ráðum til að fá okkur til að kjósa. Eldri heimasætan fékk líka eitt símtal en var því miður önnum kafin við að fara handahlaup á meðan á upprifjun laganna stóð svo að við þurftum í sameiningu að rifja upp í hvaða lagi hefðu verið svo flottar slæður og ákváðum að það hefði verið gríska lagið – sem var auðvitað tóm vitleysa því að stúlkan hafði meint tyrkneska lagið.

Skilaboð frá Evrópu

Og gaman að svo þjóðlegt lag skyldi vinna og að í þremur efstu sætunum væru lög með sérstakan karakter – það bar evrópskum almenningi fagurt vitni. Það var líka eitthvað rétt við það að evrópskur almenningur skyldi kjósa lag með svo austrænum svip á þessum síðustu og verstu tímum og senda þar með til dæmis Bandaríkjamönnum ákveðin skilaboð um gildi islamskrar menningar en rasismi í garð arabískrar menningar tröllríður nú öllu þar vestra.

Lagið hljómaði að vísu á köflum eins og eitt af hinum minna þekktu Spilverkslögum – af bláu plötunni minnir mig – en var ekki verra fyrir það og ætti að færa okkur heim sanninn um að næst sendum við kvæðamenn, rappara, Álftagerðisbræður eða Hallbjörn Hjartarson í fullum herklæðum – eitthvað íslenskt.

Til hvers ríkissjónvarp?

Í neðsta sæti voru Englendingar sem ekki var að undra því stúlkan að minnsta kosti söng í einhverri allt annarri tóntegund en hljómsveitin lék og allur var flutningur lagsins mjög í skötulíki. Í Englandi eru höfuðstöðvar popptónlistarinnar í Evrópu og það hversu báglega tókst til hjá ensku flytjendunum sýnir hvaða áherslu Englendingar leggja á þessa keppni.

Seinna um kvöldið var hins vegar dæmi um það sem talið er þess vert að setja hugvit og orku og fjármagn í hjá enska ríkisútvarpinu. Það var Baskervillehundurinn. Þótt Sherlock Holmes væri að vísu fáránlega ofleikinn í þessari mynd eins og furðu oft vill henda þá var unun að fylgjast með myndinni út af þeirri alúð sem sérhver sena vitnaði um, húmor gagnvart sinni menningu samhliða virðingu og ást á henni. BBC hefur skapað í sínum myndheimi eitthvert England sem kannski var aldrei til, en er það núna. Þannig gegnir stofnunin mikilsverðu hlutverki við að efla sjálfsmynd þjóðarinnar, efla tilfinningu fyrir tilteknum arfi sem sé þess verður að halda í, sérkennum – menningu.

Eftir skrykkjóttar tilraunir í þessa átt hefur RÚV endanlega gefist upp við að reyna að vera vettvangur sem á þennan hátt endurspegli íslenskt þjóðlíf fyrr og síðar. Á undan Júróvision gat hins vegar að líta afrakstur þess sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn fá að fást við á vegum þessarar stofnunar; það var löng bílaauglýsing sem þóttist vera sjónvarpsmynd en var kannski fyrst og fremst mjög væmin.

Og enn er ekki farið að búa til sjónvarpsseríu úr Dalalífi Guðrúnar frá Lundi, Falsaranum eftir Björn Th., Vesturfarabókum Böðvars, Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson, Páls sögu eftir Ólaf Jóhann, Í Verum eftir Theódór Friðriksson, Þórubókum Ragnheiðar Jónsdóttur, ævisögu Einars Ben eftir Gu

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli