Frétt

bb.is | 23.05.2003 | 09:21Endurbætur á Torfnesi á Ísafirði lyftistöng fyrir almenningsíþróttir

Séð yfir íþróttasvæði Ísfirðinga á Torfnesi. Þar standa nú yfir framkvæmdir.
Séð yfir íþróttasvæði Ísfirðinga á Torfnesi. Þar standa nú yfir framkvæmdir.
Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir endurbætur á íþróttavöllunum á Torfnesi verða mikla lyftistöng fyrir almenningsíþróttir í bænum. „Ég á von á því að þessi aðstöðubót efli mjög starfsemi óformlegra hópa sem taki sig saman og nýti aðstöðuna, það er reynslan annars staðar.“ Í sumar verður tekinn í notkun gervigrasvöllur og frjálsíþróttaaðstaða á Torfnesi. Stökkaðstöðuna verður einnig hægt að nýta sem körfuboltavöll en til staðar verða körfur á hjólum. Björn segir völlinn verða 15x25 m að stærð en löglegur körfuboltavöllur sé litlu stærri eða 15x28 m.
„Þetta á eftir að skapa aðstöðu fyrir þá sem hafa ekki komist að. Gervigrasið getur tekið við allan daginn. Náttúrulega grasinu þarf að hlífa og því höfum við ekki getað leyft nema takmarkaða notkun á því. Ég held að þetta eigi eftir að gefa ýmsum gömlum kálfum og ungum tækifæri til að leika sér utan formfastra æfingatíma“, segir Björn.

Ætlunin er að höfða sérstaklega til fyrirtækja og starfsmannahópa. Björn segir það orðið mjög algengt að starfsmannahópar séu með fasta íþróttatíma sem þeir „skjótist“ í úr vinnunni.

Björn segir mjög algengt að bæjarbúar stundi hreyfingu af einhverju tagi. „Að sjálfsögðu fylgist maður best með því starfi sem er fastmótað. En alls staðar sjást trimmarar á ferð og þetta er meira en oft áður. Þetta eru ekki bara sportistar, ég kannast við það sjálfur að fara út að hreyfa mig að læknisráði. Þægindin og lífsgæðin eru mikil og kalla á hreyfingu sem mótvægi.“

Þrír golfvellir eru starfræktir á norðanverðum Vestfjörðum. „Golfið er komið á fulla ferð hjá okkur núna enda ýtir veðrið undir það. Þetta er sú íþrótt sem vex hraðast á landinu og núna eru konur í auknum mæli að hasla sér völl þar“, sagði Björn.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli