Frétt

| 15.01.2001 | 17:25Þjónustuheimilið á Þingeyri skal heita Tjörn

Frá samsætinu á laugardag. Lengst til vinstri er Davíð H. Kristjánssson sem stýrði samsætinu en til hægri er Magdalena Sigurðardóttir, stjórnarformaður Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.
Frá samsætinu á laugardag. Lengst til vinstri er Davíð H. Kristjánssson sem stýrði samsætinu en til hægri er Magdalena Sigurðardóttir, stjórnarformaður Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.
Í samsæti í Félagsheimilinu á Þingeyri, sem efnt var til á laugardaginn fyrir eldri borgara í Dýrafirði, var greint frá tillögum sem borist höfðu um nafn á nýtt hús að Vallargötu 7. Húsið skal þjóna ýmsum hlutverkum en þar verða í sambýli heilsugæslustöð, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir og dagvistun fyrir aldraða. Fyrir valinu varð nafnið Tjörn eins og margir lögðu til. „Því erum við þegar farin að kalla húsið Tjörn og vonum að Ísafjarðarbær leyfi okkur að halda því áfram“, segir Erla Ástvaldsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustunnar. „Greinilegt var að menn voru innblásnir af þeirri staðreynd að þarna var eitt sinn tjörn þaðan sem tekinn var ís. Önnur nöfn sem dregin voru úr kassanum voru t.d. Ísborg, Vistheimilið Rós, Laufás, Álfhólar og Leikskóli eldri borgara. Síðasta nafnið var sett í kassann af ungum gárunga“, segir Erla.
Vissulega var langt frá því að einungis aldraðir væru í þessu samsæti. Gestir voru talsvert á annað hundrað og á öllum aldri. Það voru kvenfélagskonur, safnaðarstjórn og starfsfólk dvalarheimilisins sem skipulögðu og undirbjuggu samkomuna með myndarbrag, bökuðu heil ósköp af ljúffengum tertum og góðu meðlæti.

Hugmyndabanki eða tillögukassi hafði legið frammi í versluninni Sandafelli á Þingeyri um nokkurra vikna skeið og þar gátu heimamenn komið á framfæri hugmyndum sínum. Í kjölfarið var fimm manna hópur skipaður til þess að velja úr eina tillögu til kynningar.

Samsætið hófst með því að einn úr nefndinni, Davíð H. Kristjánsson, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrána. Fyrst söng kirkjukórinn nokkur lög undir stjórn Sigurðar G. Daníelssonar. Þá kynnti Jónas Ólafsson niðurstöðu nefndarinnar en í henni sátu auk hans þau Davíð H. Kristjánsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sóknarprestur, Sigríður Steinþórsdóttir og Elínbjörg Snorradóttir.

Alls bárust 63 tillögur um nafn á heimilið og má því segja að ein tillaga hafi komið frá öðru hverju heimili á Þingeyri en þau munu vera um 120 talsins (140 að sveitinni meðtalinni) og telst það vera harla góð þátttaka. Tillögur komu fram bæði frá eldra og yngra fólki þannig að áhuginn var ósvikinn og hugmyndaflugið óneitanlega töluvert. Mest fylgi eða sjö tilnefningar fékk nafnið Tjörn sem samþykkt var einróma í nefndinni. Því var dregið um það hver skyldi hreppa verðlaunin sem heitið hafði verið, en það var myndarleg bókagjöf. Sú sem verðlaunin fékk var Emilía Sigurðardóttir. Aðrir fengu blómvönd í viðurkenningarskyni.

Nafnið Tjörn á sér sögulega skírskotun. Á fyrri hluta nýliðinnar aldar var upphlaðin ístjörn á þeim stað sem heimilið stendur á grundvelli sínum. Ísinn á tjörninni var brotinn og tekinn upp og hagnýttur til að ísa fisk. Eldri Þingeyringar muna gjörla eftir þessu. Jónas Ólafsson kynnti að þessi tillaga að nafni yrði send stjórn stofnunarinnar með ósk um að heimilið fengi hér eftir formlega að bera þetta heiti.

Guðjón S.Brjánsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, gat þess í ávarpi, að nú lægi fyrir staðfesting heilbrigðisráðuneytisins á því að lokið yrði við síðasta áfanga byggingarinnar að Vallargötu 7 nú á komandi mánuðum. Verið væri að ljúka við gerð útboðsgagna og verkið yrði væntanlega boðið út eftir tvær til þrjár vikur. Að auki hefðu verið lagðir til hliðar peningar til þess að hefja framkvæmdir við umhverfi hússins en fyrsta tillaga að skipulagi lægi þegar fyrir.

Magdalena Sigurðardóttir, formaður stjórnar, flutti ávarp og þakkaði skipuleggjendum samsætisins fyrir frumkvæðið, góð störf og ánægjuleg samskipti og færði starfsfólki blómaskreytingu. Að lokum komu fram Harmonikukarlarnir og Lóa og léku fimlega um stund og við undirleik þeirra var jafnvel stiginn dans.

bb.is | 28.09.16 | 07:47 Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt „Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli