Frétt

| 14.01.2001 | 17:25Allir aðalmenn í báðum stjórnunum hætta

Frá vígsluhátíð nýja æfingasvæðisins í Bolungarvík 30. september á síðasta hausti.
Frá vígsluhátíð nýja æfingasvæðisins í Bolungarvík 30. september á síðasta hausti.
Allir stjórnarmennirnir fimm í Knattspyrnubandalagi Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar (KÍB) og allir þrír í Knattspyrnuráði Ungmennafélags Bolungarvíkur (UMFB) láta af stjórnarsetu á aðalfundum sem haldnir verða nk. þriðjudagskvöld, 16. janúar. Villa er í dagsetningu í auglýsingum sem festar hafa verið upp í víða í Bolungarvík og öllum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar. Aðalfundur Knattspyrnuráðs UMFB hefst á þriðjudagskvöld kl. 20 en aðalfundur KÍB hefst kl. 21. Báðir fundirnir verða haldnir í Grunnskóla Bolungarvíkur.
Þeir sem verið hafa aðalmenn í stjórnunum sjá sér ekki fært að gefa kost á sér lengur vegna anna á öðrum vettvangi og einn er auk þess að flytjast brott. Tveir af þremur stjórnarmönnum í Knattspyrnuráði UMFB eiga einnig sæti í stjórn KÍB.

Fráfarandi stjórn KÍB er þannig skipuð: Elías Jónatansson, formaður, Guðjón Brjánsson, gjaldkeri, Ágúst Gíslason, ritari, og Leifur Halldórsson og Magnús Ólafs Hansson, meðstjórnendur. Fráfarandi stjórn Knattspyrnuráðs UMFB er þannig skipuð: Magnús Ólafs Hansson, formaður, Elías Jónatansson, gjaldkeri, og Ólafur Jens Daðason, ritari.

Ný stjórn Knattspyrnuráðs UMFB tekur við hinu glæsilega æfingasvæði í Bolungarvík, sem vígt var á síðasta hausti og þeir Magnús og Elías eiga mestan heiðurinn af. Þetta var geysimikil framkvæmd sem tók nokkur ár en þeim félögum tókst að drífa með sér fjölmarga sjálfboðaliða, bæði einstaklinga og fyrirtæki og eigendur vörubíla og vinnuvéla, auk þess sem Bolungarvíkurkaupstaður styrkti verkið rausnarlega.

Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar KÍB verður að útvega knattspyrnuþjálfara fyrir komandi keppnistímabil. Lið KÍB vann sig upp í 2. deild í fyrrahaust og það var ekki fyrr en í síðustu umferðinni sem fram fór 9. september á síðasta hausti sem ljóst varð að liðið héldi sæti sínu í deildinni en félli ekki beina leið niður á ný. Heimaleikir liðsins fóru fram til skiptis á Ísafirði og í Bolungarvík. Segja verður beint út, að Ísfirðingar sýndu heimaleikjum þessa sameiginlega knattspyrnuliðs Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur afar litla ræktarsemi í sumar en Bolvíkingar sóttu leikina miklu betur.

Sjá einnig m.a.:

30.09.2000
Magnúsarvellir? Vatnsnesgresja?

09.09.2000
KÍB áfram í 2. deild

23.08.2000
Einkennilegt gengi í sumar

21.08.2000
20.000 fermetrar undir torf

bb.is | 26.09.16 | 07:34 Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með frétt Flateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli