Frétt

Stakkur 20. tbl. 2003 | 21.05.2003 | 16:52Enn af úrslitum kosninga

Úrslit í Norðvesturkjördæmi hafa nokkra sérstöðu á landsvísu. Samfylkingin tapaði fylgi frá næstu kosningum á undan og náði aðeins tveimur mönnum á þing hér. Það eru þeim fylkingarmönnum vonbrigði, enda niðurstaðan betri í öðrum kjördæmum. Gísli Einarsson náði ekki inn og reyndist greinilega ekki betri kostur en presturinn, séra Karl. Þótt Frjálslyndi flokkurinn hafi náð prýðilegum árangri í Norðvesturkjördæmi og sé að sögn talsmanna sinna kominn til að vera, er það mikill skaði fyrir flokkinn að Margrét Sverrisdóttir skyldi ekki ná þingsæti og verða þannig eina konan í þingflokknum. Ríksstjórnin verður mynduð sömu flokkum og fyrr. Sjálfskipaðir sigurvegarar, Samfylking og Frjálslyndir, eiga því erfið ár fyrir höndum. Hlutskipti stjórnarandstöðuþingmanna er ekki eftirsóknarvert og mjög vandmeðfarið.

Vinstri grænir eiga því ekki neina kröfu til sigurs nema vera skyldi krafan um að hafa sigrað sjálfa sig og haldið sig við íhaldsama þjóðernisstefnu, sem greinilega á ekki upp á pallborðið nú. Sjálfstæðismenn í kjördæminu mega vel við una. Þeir stóðust harða ásókn af hálfu Frjálslynda flokksins. Erfitt kann að vera að lesa úr þessum úrslitum hver afstaða kjósenda er til kvótakerfisins. Frjálslyndir túlka úrslitin sem sigur fyrir sig en sjálfstæðismenn halda fylgi sínu, Samfylkingarmenn tapa og Vinstri grænir ná ekki þeim árangri að unnt sé að draga þá ályktun að kjósendur í þessu kjördæmi séu að meirihluta til andsnúnir kvótakerfinu. Því er ekki hægt að halda fram að fáir hafi áhuga á sjávarútvegsmálum hér. Flestir, ef ekki allir, hafa hann mikinn.

Þegar þessi orð eru sett á blað er verið að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar á grunni þeirrar gömlu og ekki orðið ljóst hvort Vestfirðingar eignast nú ráðherra. Ýmis rök hníga að því, en Sturla Böðvarsson samgönguráðherra síðustu fjögurra ára nýtur auðvitað sterkrar stöðu að kosningum loknum, þótt hann hafi fengið 449 útstrikanir. Ljóst er að ríkar kröfur verða gerðar til þess að konur fái setu í ríkisstjórn. Nú er verið að samræma kosningaloforð stjórnarflokkanna um tillögur til skattalækkunar og ljóst að þar ber nokkuð á milli. Hækkuð húsnæðislán þarfnast einnig skoðunar, en nokkuð ljóst er að kvóti verður aukinn og fer auðvitað til þeirra sem sætt hafa kvótaskerðingu á undanförnum árum, ár eftir ár. Vestfirðingar munu njóta þess.

Hvað næstu fjögur ár bera í skauti sér er ekki vitað, en allar leiðir eiga að vera færar til þess auka hag þjóðarinnar og þar með talið Vestfirðinga. Alþingi og ríkisstjórn hafa talsvert um það að segja. Vestfirðingar hafa þegar notið góðs af kosningunum í formi stóraukinna vegaframkvæmda, sem ákveðnar voru skömmu fyrir þær. En ekkert tekur fram frumkvæði heimamanna, sem leiddi til framkvæmda við menningarhúsin á Ísafirði meðan íbúar annars staðar hafa setið eftir. Hvernig sem ríkisstjórn verður er heimamönnum nauðsyn að eiga við hana gott samstarf.


bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli