Frétt

Leiðari 20. tbl. 2003 | 21.05.2003 | 16:50Nú er að duga eða drepast

„Mér finnst dásamlegt að hafa fengið að lifa lífinu hér [á Ísafirði]. En mér líður að sama skapi illa hvað menn eru blankir á hvað er að gerast hér. Að við skulum þurfa að horfa upp á það ár eftir ár að hér fækki bæði fólki og fyrirtækjum og allt að veikjast og menn skuli ekki taka á þessum veruleika með nútímalegri hætti en raun ber vitni.“ Þetta eru lokaorð Úlfars í Hamraborg í afar persónulegu og opinskáu viðtali í BB í síðustu viku. Orð manns, sem um langt árabil hefur átt þátt í að móta bæjarlífið á Ísafirði sem frammámaður í atvinnu- og félagslífi; manns, sem enginn, sem til þekkir, efast um að vill Ísafirði allt, svo gripið sé til kunnuglegs orðalags.

Hvað sem mönnum kann að finnast um einarða afstöðu Úlfars Ágústssonar fær fáum dulist, að vaxandi óróleika gætir meðal fólks vegna seinagangs og oft á tíðum áhuga- og afskiptaleysis með framkvæmdir, sem ætlaðar hafa verið til uppbyggingar á Vestfjörðum til mótvægis við aðra landshluta. Dæmi um þetta er hversu langan tíma við höfum verið látnir sitja á hakanum með samgöngur, bæði innan fjórðungsins og við aðra landshluta. Nú rofar loks til þótt vissulega mætti hraðar ganga eftir langa bið. En það er einmitt vegna þessa seinagangs á svo mörgum sviðum, sem spurningin hvort ekki sé of seint í rassinn gripið brennur heitar á fólki en oft áður. Hversu lengi er hægt að teygja lopann?

Ein og sér gagnast fögur fyrirheit lítið, þótt ylji um stund. Athafnir eru það sem Vestfirðingar bíða eftir og þurfa á að halda. Vissulega horfum við björtum augum til aukinna námsmöguleika í héraði, aukinna rannsókna í tengslum við veiðar, nýtingu afla og fiskeldis og þar fram eftir götunum. Allt útheimtir þetta sinn tíma. Og í okkar tilfellum verður tíminn dýrmætari með hverju árinu sem rennur úr stundaglasinu.

Seðlabankinn er nú þegar tekinn til við að áminna stjórnendur um að fara sér hægt fram að Austfjarðaframkvæmdunum. Verði það ekki gert muni framkvæmdirnar eystra kalla á mun harðari aðhaldsaðgerðir á vegum hins opinbera en ella. Bankinn varar við skattalækkunum án aðhalds í útgjöldum, sem þýðir ekkert annað en minni framkvæmdir. Og hvar skyldi það koma niður?

Í aldir hafa Vestfirðingar náð að þreyja Þorrann og Góuna. Eiginleikarnir til að sigra í harðri baráttu við óblíð náttúruöfl gengu í erfðir. Barátta Vestfirðinga fyrir tilverurétti sínum við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar gengur ekki lengur út á að þreyja Þorrann og Góuna í fyrri merkingu. Engu að síður gildir hið fornkveðna, að nú verða menn að duga eða drepast.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli