Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 20.05.2003 | 12:11„Kvótinn hverfur af Vestfjörðum“

Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður.
Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður.
Þetta er fyrirsögn fréttagreinar í Fréttablaðinu mánudaginn 19. maí. Tæp 40 prósent eru farin frá árinu 1991, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt ríkisstjórnina með Framsóknarflokkinn sem hækju lengstan hluta tímabilsins. Ég harma að kjósendur skuli hafa gert þessum flokkum kleift að hanga áfram eins og hundar á roði í ríkisstjórn, því árangur þeirra í fiskveiðistjórnun, atvinnu- og byggðamálum gefur svo sannarlega ekki tilefni til þess.
Á síðustu dögum kosningabaráttunnar kom berlega í ljós ofsahræðsla kvótaflokkanna við að missa völdin. Samtímis opinberaðist með átakanlegum hætti málefnafátækt og vankunnátta margra þingmanna á fiskveiðistjórnunarmálum. Rígbundir á klafa þröngra eiginhagsmunaafla virðast þeir blindir af trú á það að hvergi sé hægt að stýra fiskveiðum nema með kvótasetningum. Tillögur Frjálslynda flokksins um að taka upp sóknarmark í íslenska strandveiðiflotanum fengu marga hagsmunagæslupólitíkusa til að fara á límingunum í kosningabaráttunni.

Árásir í norðvestri

Hörðustu árásirnar á sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins komu frá andstæðingum hans í Norðvesturkjördæmi. Þar fóru fremstir í flokki þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson, Einar Odd Kristjánsson og Kristin H. Gunnarsson. Á eftir þeim fylgdi hópur manna sem allir eiga það sameiginlegt að eiga hagsmuna að gæta í því að verja „kvótaeign“ sína, það er verð og veðhæfni á óveiddum fiskinum í sjónum sem er eign þjóðarinnar.

Það var sorglegt að upplifa að þingmenn sem maður hélt, miðað við ýmsar yfirlýsingar þeirra í ræðu og riti, að væru allir af vilja gerðir til að verja hagsmuni sjávarbyggðanna og tryggja þeim nýtingarréttinn á fiskimiðunum umhverfis landið, skyldu ráðast með jafn miklu offorsi og heift á stefnu Frjálslynda flokksins. Með þessari stefnu vakti einungis fyrir okkur einlægur vilji til að rétta sjávarbyggðunum aftur vopn þeirra sem er sjósóknarrétturinn, svo hjól atvinnu- og mannlífs gætu aftur komist þar í gang. En; „Ó Nei!“, okkur skyldi sko ekki verða kápan úr því klæðinu. Einar Oddur og Kristinn H. sýndu að hér eftir er ekki orð að marka meinta gagnrýni þeirra á kvótakerfið. Allt þeirra „gagnrýnistal“ er ekkert annað en lúalegur skollaleikur til þess fallinn að kasta ryki í augu kjósenda. Einar Kristinn kom endanlega út úr skápnum sem ötull varðhundur fiskveiðistjórnunar sem jafnt og þétt er að láta Vestfjörðum blæða út.

Mikið af þvættingi

En víkjum aðeins að málflutningnum sem ofangreindir herramenn, og reyndar fleiri, beittu í tilraunum sínum til að koma höggi á tillögur Frjálslynda flokksins. Það yrði að æra óstöðugan að ætla að fara að svara í rituðu máli öllum þvættingnum sem borinn var fram í greinarskrifum gegn sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins í hinum ýmsu fjölmiðlum síðustu daga fyrir kosningar. Þó langar mig til að drepa á eitt atriði sem varðar framsal á sóknardögum.

Sjálfstæðismenn gerðu mikið úr því að framsal á sóknardögum ætti sér stað í færeyska sóknardagakerfinu. Þeir voru þó ekki betur að sér í því en að Einararnir tveir, þeir Ei. Oddur og Ei. Kristinn, urðu að lesa sér til um það í gamalli grein eftir mig í Sjómannablaðinu Víking svo þeir gætu tekið þátt í umræðunni á lokaspretti kosningabaráttunnar. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur bent á að Einar Kristinn sem formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis hafi hafnað boði færeyska sjávarútvegsráðherrans til nefndarinnar um að hún kæmi til Færeyja til að kynna sér fiskveiðistjórnun eyjaskeggja. Eins og kunnugt er þá byggir hún á sóknardagakerfi, veiðarfærastýringum og svæðalokunum og vill Frjálslyndi flokkurinn hafa hana til hliðsjónar við þróun á svipuðu kerfi fyrir íslenskar aðstæður.

Logið í auglýsingu

Einar K. sagði sem sagt „Nei takk“. Enda kannski vandséð að menn sem glutrað hafa 40 prósentum af veiðiheimildum úr eigin héraði með eindregnum stuðningi við kvótakerfið og samtímis halda sig hafa ráð á að kalla fiskveiðistefnu Frjálslynda flokksins „dellumakerí“ telji sig hafa nokkuð að gera með að kynna sér frábæra reynslu annarra sem hafa margfaldað afla sinn á mettíma. Við búum jú við besta kerfi í heimi, ekki satt? En hefðu Einar Kristinn og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum haft fyrir því að afla sér þekkingar á aðstæðum í Færeyjum, þá hefðu kjósendur kannski sloppið við að lesa þvættinginn í auglýsingu Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Hún birtist meðal annars í Bæjarins besta þann

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli