Frétt

Leiðari 7. tbl. 2000 | 17.02.2000 | 09:16Horft til framtíðar

Það er deginum ljósara að þrjú ísfirsk fyrirtæki eru meðal tólf íslenskra fyrirtækja, sem Iðntæknistofnun og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hafa ákveðið að styðja við bakið á í vöruþróun. Stuðningurinn felur í sér faglega ráðgjöf og veitingu áhættulána.

Eitt þessara fyrirtækja, Mjólkursamlag Ísfirðinga, hefur um árabil skipað ákveðinn sess í atvinnulífi Ísafjarðarbæjar þótt fyrirferð þess hafi ekki verið mikil á yfirborðinu; annað þeirra, Snerpa ehf., hefur þrátt fyrir ungan aldur, náð að sanna sig í hinum harða heimi hugbúnaðarins þar sem uppgötvun gærdagsins kann að vera úrelt í dag; og hið þriðja, Sindraberg ehf, er um þessar mundir að stíga fyrstu skrefin í framleiðslu á sushi-réttum fyrir Bretlandsmarkað, fyrst og fremst, þótt ætlunin sé að sinna einnig íslenska markaðnum er fram í sækir.

,,Það er langt frá því sjálfgefið að fyrirtæki séu samþykkt í vöruþróunarverkefni hjá okkur. Umsóknir sem berast eru kannaðar nákvæmlega og mörgum hafnað. Mér finnst merkilega mikil gróska á Ísafirði og athyglisvert að þrjú fyrirtæki á svona litlum stað skuli fara inn í þetta hjá okkur. Nauðsynlegt er að fyrirtæki sem hyggjast sækja um, vinni vel heimavinnuna sína áður og það hafa þessi þrjú fyrirtæki á Ísafirði vissulega gert.\"

Þessi ummæli Önnu Margrétar Jóhannesdóttur, verkefnisstjóra, hljóta að gefa forsvarsmönnum ísfirsku fyrirtækjanna byr í seglin og vissulega eru þessi tíðindi okkur öllum ánægja, þar sem með þeim skrefum sem þarna eru stigin er verið að brydda upp á nýjungum í ísfirsku atvinnulífi og myndi margur segja, að ekki veitti af.

Áhættulán eru ný en löngu tímabær tegund fjármögnunar hérlendis. Í stöðugt harðnandi samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins kunna þau að vera grundvöllurinn að því að nýir sprotar í atvinnulífinu nái að festa rætur. Viðurkenningin sem felst í liðsinni Iðntæknistofnunar og Nýsköpunarsjóðs undirstrikar að vel hefur verið að verki staðið heima fyrir. Mat er lagt á allar umsóknir um stuðning við vöruþróun; viðskiptahugmyndina, þekkingu og getu umsækjenda til að hrinda henni í framkvæmd, fjármagn sem viðkomandi hefur yfir að ráða og markaðssetningu.

Hverjum nýjum sprota sem gróðursettur er í því augnamiði að efla og styrkja atvinnulíf hér um slóðir ber að fagna og hlúa að. Ef þannig verður áfram á málum haldið munum við fyrr en varir ná að rétta hag okkar. Af mörgu ljósu er þó eitt augljósast: Þetta verðum við að gera sjálf.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli