Frétt

mbl.is | 17.05.2003 | 09:08Borgarfulltrúi rekinn úr ræðustól í miðri ræðu

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks var rekinn úr ræðustól í miðri ræðu á borgarstjórnarfundi í fyrradag þegar síðari umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar 2002 fór fram. Sjálfstæðismenn mótmæltu úrskurði varaforseta borgarstjórnar harðlega og lögðu fram bókun um atvikið. Umræðan um ársreikninginn var hálfnuð þegar Guðrún Ebba Ólafsdóttir kom í ræðustól. Gerði hún að sérstöku umtalsefni málaflokk innan Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, sem hún sagði að hefði haldið sig innan fjárhagsramma 2002. ,,Ég er hér að tala um félagsstarf aldraðra. Ég þarf varla að rifja það upp með borgarfulltrúum, að Reykjavíkurlistinn ætlaði engu að síður að skera niður félagsstarf aldraðra og leggja það algjörlega niður í fimm þjónustumiðstöðvum," sagði hún.
Sagði hún að þessu hefði verið harðlega mótmælt og hefði R-listinn séð að sér og flutt tillögu vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003, þess efnis að fresta áformum í starfsemi Félagsþjónustunnar. Las borgarfulltrúinn tillöguna sem hljóðaði upp á 10 milljónir króna til að mæta tillögunni. Sagði hún að það hefði því komið sér og félögum hennar á óvart að "niðurskurðurinn væri á fullu". Skömmu síðar stöðvaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir varaforseti málflutninginn og vakti athygli borgarfulltrúans á því að til umræðu væri ársreikningur Reykjavíkurborgar.

Borgarfulltrúinn mótmælti og sagðist hafa verið að gera grein fyrir niðurskurði á lið sem var tæp 6% undir fjárhagsáætlun.Varaforseti féllst ekki á þessa túlkun og bað borgarfulltrúann um að ræða efnislega um ársreikninginn ellegar fara úr ræðustól. Enn mótmælti borgarfulltrúinn og var honum í kjölfarið vísað úr ræðustól.
Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, mótmælti úrskurðinum. "Ég tel að þetta sé ómálefnalegur úrskurður," sagði hann. "Hér eru reikningarnir til umræðu. Hér hefur verið vakið máls á einum þætti reikninganna og rökstutt hvers vegna það sé ástæða til að velta fyrir sér framkvæmd mála og ég mótmæli þessum úrskurði forseta borgarstjórnar og tel að hann sé með öllu órökstuddur og sé tilraun til að hefta málfrelsi hér í borgarstjórninni."

Varaforseti ítrekaði að ársreikningurinn væri til umræðu. "Sá borgarfulltrúi sem kom hér upp í ræðustól áðan var að ræða efnislega atriði sem að lúta að rekstri Reykjavíkurborgar á þessu ári og eiga ekkert efnislega skylt við ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002 og forseti ítrekar að það er hann sem hefur vald hér til að stýra fundum og hlýtur að mótmæla því að hér sé um að ræða skerðingu á málfrelsi." Enn gerði Björn Bjarnason athugasemd við fundarsköp og taldi varaforsetann hafa heft málfrelsi borgarfulltrúans af ótta við það efni sem hann var að ræða.

Varaforseti benti borgarfulltrúum á 19. gr. í fundarsköpum Reykjavíkurborgar sem kveður á um að borgarfulltrúa sé skylt að lúta valdi forseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu. "Forseti lítur svo á að hann sé eingöngu að gæta hér góðra reglna á fundunum og gæta hér að fundarsköpum og gæta að því að menn ræði það sem er á dagskrá fundarins," sagði Steinunn Valdís.

Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, lagði fram bókun síðar á fundinum þar sem úrskurður varaforseta var staðfestur og lögðu sjálfstæðismenn þá fram bókun og mótmæltu enn.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli