Frétt

| 11.01.2001 | 12:37Unnið að samningum við Egil Guðna Jónsson um kaup á verksmiðjunni

Rækjuverksmiðjan í Bolungarvík.
Rækjuverksmiðjan í Bolungarvík.
Egill Guðni Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Nasco ehf., vinnur nú að því að uppfylla þau skilyrði sem fram koma í kauptilboði hans í rækjuverksmiðjuna í Bolungarvík, sem er langstærsti hlutinn af eignum þrotabús Nasco Bolungarvík ehf. Tilboð hans nemur samtals 245 milljónum króna. Auk Egils Guðna bauð AG-Fjárfesting ehf. í alla rækjuverksmiðjuna. Það tilboð var réttum hundrað milljónum lægra eða 145 milljónir króna. Á veðhafafundi í gær var samþykkt að ganga til samninga við Egil Guðna á grundvelli tilboðs hans. Ágreiningur er milli stórra veðhafa um röð á veðréttum og fer það mál fyrir dóm.
Á veðhafafundinum í gær varð samkomulag milli fulltrúa Sjóvár-Almennra trygginga hf. og Byggðastofnunar um að ágreiningur þeirra um veðréttaröð skyldi útkljáður fyrir dómi. Að sögn Tryggva Guðmundssonar lögmanns á Ísafirði, skiptastjóra í þrotabúi Nasco Bolungarvík ehf., mun hann leggja ágreiningsmálið fyrir Héraðsdóm Vestfjarða síðar í dag eða í fyrramálið. Þar hlýtur málið kærumeðferð sem á að taka skamman tíma. Verði því hins vegar vísað til Hæstaréttar er þess að vænta, að um tvo mánuði taki að fá niðurstöðu.

Þetta mun þó væntanlega ekki tefja sölu á eignum þrotabúsins. Segir Tryggvi að allur vilji sé fyrir því að vinna það mál áfram og ganga frá kaupsamningi jafnframt því sem beðið er eftir dómsniðurstöðu um röð veðrétta. Í tilboði Egils Guðna var óskað eftir fresti til 25. janúar til þess að uppfylla skilyrði tilboðsins og segist Tryggvi búast við að reynt verði til þrautar að ljúka málinu fyrir þann tíma.

Auk tilboðanna í rækjuverksmiðjuna bárust tvö tilboð í tvær fasteignir í eigu þrotabúsins. Þar er um að ræða fasteignir sem tilheyra ekki sjálfri verksmiðjunni eða rekstri hennar og bauð Egill Guðni ekki í þær. Þannig verður hægt að selja þær sérstaklega án þess að með því sé verið að hluta rækjuverksmiðjuna í sundur. Hins vegar hefur salan á verksmiðjunni sjálfri haft forgang og hefur ekki enn verið tekin endanleg afstaða til tilboðanna í hinar eignirnar.

bb.is | 27.09.16 | 14:50 Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með frétt Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli