Frétt

| 11.01.2001 | 10:59Ótti Vestfirðinga

Áramót vekja hugsanir um liðna tíð og ókomna. Aldamót fá menn til að líta lengra aftur og lengra fram á veginn. Höfum við gengið götuna til góðs? Nógir verða til þess að fjalla um framtíðarhorfur Íslands og Íslendinga á landsvísu eða ætti kannski á segja á vísu Reykjavíkur. Höldum okkur því við Vestfirði. Hver er staðan?

Fólki fækkar og fyrirtækjum sömuleiðis. Kvótinn með kostum sínum og göllum hefur leikið Vestfirði og Vestfirðinga grátt. Óvíst er að þeir sem samþykktu upptöku kvótakerfisins Vestfirðingum til handa hefðu gert það hefðu þær afleiðingar, sem nú hafa komið fram, blasað við á sínum tíma. En allir eru börn síns tíma og erfitt er að spá um framtíðina. Verstu afleiðingar kvótakerfisins hafa verið þær að flutt hefur verið gríðarlegt fé úr atvinnugreininni á Vestfjörðum og það hefur ekki skilað sér inn í annan atvinnurekstur hér vestra. Svo virðist sem margir þeirra er vel hafa hagnast á kvótakerfinu hafi flutt fé sitt út úr fjórðungnum. Því miður hafa aðrir ekki komið með fé til atvinnu. Atvinna hefur dregist saman fyrir vikið. Vestfirðingar kvíða atvinnuástandi framtíðarinnar.

Náttúruhamfarir hafa leikið Vestfirðinga grátt, einkum síðasta áratug nýliðinnar aldar. Snjóflóðin í Súðavík og Flateyri voru þung högg. En verst var sú staðreynd, að Vestfirðir gengisféllu í þeim skilningi að sá ótti skapaðist með landsmönnum að hér væri óbyggilegt. Það er ekki rétt. Veðurfar hefur verið gott frá því í október 1995, er snjóflóðið féll á Flateyri. Síðasti vetur og sumar og það sem af er vetri nú hefur veður verið hér síst lakara en annars staðar á Íslandi. Hiti hefur verið meiri, snjór minni en í Reykjavík og á Suðurlandi. Frost er iðulega minna í Bolungarvík en í Reykjavík. Samt halda aðrir landsmenn í ímynd snjóflóðaársins. Þá var ástand óvenjulegt. Að vísu getur brugðið til beggja vona með náttúruna enda fer hún hamförum víða um heim og nægir að líta til Englands, sem strítt hefur við mikil flóð og rigningar og Svíþjóð sömuleiðis. Óveður hafa gengið yfir Mið-Evrópu undanfarin ár og um allan heim minnir náttúran á sig með eftirtektarverðum hætti, manntjóni og töpuðum mannvirkjum. Samt óttast of margir náttúruna á Vestfjörðum.

Við þurfum að læra að lifa með henni og nýta jafnframt þau tækifæri sem náttúrufar á Vestfjörðum býður öllum landsmönnum.

Morgunblaðið hefur sinnt landsbyggðinni æ betur síðustu ár þótt stundum þyki sem svo að dýpra mætti kafa. Úttekt á efnahagsástandi Vestfjarða og viðbrögðum ríkisstjórnar væru mjög forvitnileg viðfangsefni fyrir okkur Vestfirðinga og reyndar landsmenn alla. Stundum er sá ótti sterkastur að ríkisstjórn og Alþingi hafi annað hvort gleymt því að líf megi vel þrífast á Vestfjörðum eða einfaldlega misst áhugann á því að byggja þar upp öflugt samfélag til sjálfsbjargar við nýjar aðstæður. Sá ótti er sýnu verstur. Vestfirðinga vantar fleiri talsmenn með nýja sýn.

bb.is | 30.09.16 | 15:21 Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með frétt Svar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli