Frétt

matarlist.is | 16.05.2003 | 10:16Leyndarmál indverskrar matargerðar

Leyndarmál indverskrar matargerðar er falið í fullkominni samsetningu krydda sem gefa réttunum ólíkt bragð og áferð. Þó svo að hvert hérað eigi sinn eftirlætisrétt sem kemur til af ólíku loftslagi, trúarbrögðum og öðrum menningaráhrifum, er þó uppistaða indverskrar máltíðar í meginatriðum sú sama: Kjöt- eða grænmetisréttur í sósu, hrísgrjón, sulta (chutney), pikklað grænmeti (pickles), pappadums og naanbrauð.
Á matarlist.is getur þú fundið margar ljúffengar og einfaldar indverskar uppskriftir.

Eitt erfiðasta verkefni indverskrar matargerðar er að ná fram rétta bragðinu, lyktinni og áferðinni. Réttirnir eru mismunandi milli héraða á Indlandi og hefur hvert hérað fyrir sig ákveðið einkenni og ræðst það yfirleitt af þeim kryddum sem eru ræktuð þar.

Kasmír

Kasmír er við rætur Himalayafjallanna. Snæviþaktir tindar umkringja gróskumikla dalina þar sem krókusinn er ræktaður, en hið sjaldgæfa og dýra krydd, saffron, er einmitt unnið úr krókusnum.

Hyderabad

Höfuðstaður Andhra Pradesh, Hyderabad, er eitt af auðugustu múslimahéruðunum, frægt fyrir Korma og Biryani rétti. Margar bragðtegundir sem einkenna Indland eiga rætur sínar að rekja til þessa héraðs, allt frá mildum réttum upp í mjög bragðsterka karrýrétti.

Bengal

Kalkútta, höfuðborg Bengal, er heimsfræg fyrir rétti og krydd sem eru hvað mest framandi og spennandi í indverskri matargerð. Fiskréttir eru þeirra aðalsmerki og engin máltíð er fullkomin nema að hún innihaldi a.m.k. eina tegund af sjávarfangi.

Rajasthan

Frá þessu héraði kemur vinsælasta og ævintýralegasta matargerð Indlands, Tikka Masala og Tandoori, fundin upp af Rajput-bardagamönnunum fyrir mörgum öldum síðan og er enn þann dag í dag vinsæl um allan heim. Kjöt og villibráð er hið hefðbundna hráefni ásamt steiktu grænmeti og jógúrtsósu.

Gujerat

Fæðingarstaður Mahatma Gandhi, Gujerat, er eina hindúahéraðið á Indlandi þar sem einungis er neytt grænmetis. Dæmigerð Gujerat-máltíð samanstendur af hrísgrjónum, chapattis, puris, dahll, pikkluðu grænmeti og Bhajias og er máltíðin borðuð af „thali“ sem er ryðfrír stáldiskur. Hinn frægi rauði chilipipar er ræktaður á þessu svæði ásamt hinum frábæra kóríander og fennelfræjum.

Kerala

Aðal kryddhérað Indlands, Kerala, er frægt fyrir svarta piparinn sinn og mangótrén, sem eru aðaluppistaða margra indverskra rétta. Mjög kryddaðar og sterkar máltíðir eru vinsælar í þessu héraði, kryddaðar með kanil, negul, kardimommum, engifer og túrmerik og bornar fram með hrísgrjónum og kókóshnetum. Samkvæmt gamalli hefð eru máltíðirnar enn þann dag í dag borðaðar af bananalaufblaði.

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli