Frétt

Leiðari 2. tbl. 2001 | 11.01.2001 | 10:58Á því ber að vekja athygli

Menn velkjast ekki lengur í vafa um hina nýju stefnu stjórnvalda. Kassa ríkissjóðs verður ekki lokið upp til viðhalds krummaskuðum landsbyggðarinnar, eins og sjávarþorpin úti á landi eru nefnd þegar mikið liggur við að auglýsa þurfalingsþörf íbúanna þar.

Út af fyrir sig væri þessi afstaða stjórnvalda fagnaðarefni ef svo hefði ekki verið um hnútana búið áður, af þessum sömu stjórnvöldum, að íbúar velflestra sjávarplássa hafa verið sviptir möguleikanum til þeirrar sjálfsbjargar, sem verið hefur undirstaða mannlífs í þessum bygðum öldum saman. Má líkja því við húsbónda sem skipar hjúum sínum til borðs eftir að hafa rutt það vistum og fært þær öðrum á silfurfati. Það versta af öllu er þó, að fátt bendir til þess að þessu mesta ranglæti og mismunun gagnvart þegnunum sem um getur í sögu þjóðarinnar verði aflétt, enda snertir afleiðingin ráðamenn þjóðfélagsins ekki frekar en vatnið gæsina.

Vikurnar síðan gjaldþrot rækjuverksmiðjunnar Nasco Bolungarvík ehf. var gjört heyrinkunnugt eru ekki langur tími í stundaglasi árs og alda. Þær kunna hins vegar að hafa verið heil eilífð í lífi sumra þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem þar áttu hagsmuna að gæta með vinnu. Af síðustu fréttum að dæma má vænta að úr kunni að rætast. Að minnsta kosti má ætla að þeir sem nú hafa boðið í „draslið í landi“, eins og útgerðarmaður og kvótaeigandi komst að orði um fiskvinnslu- og frystihúsin, um leið og hann bætti við að kvótinn væri það eina sem skipti máli, hafi trú á áframhaldandi rækjuvinnslu í Bolungarvík. Reyndar skulum við orða það svo, að áform þeirra verði að takast. Byggðarlagið þolir ekki annað.

Þótt fátt verði af því ráðið á þessari stundu hvað eftir muni fylgja, vekja makaskipti Þróunarsjóðs sjávarútvegsins og Kristjáns Sverrissonar á Norðurtangahúsunum og verslunarmiðstöðinni Ljóninu athygli. Engum dylst að Norðurtangahúsin eru til margra hluta nytsamleg og starfsemi þar af einu eða öðru tagi gæti orðið lyftistöng fyrir bæjarfélagið.

Á Ísafirði gefast fjölmörg tækifæri til að nýta húseignir sem nú standa lítið notaðar eða jafnvel ónotaðar. Á þessu ber bæjaryfirvöldum að vekja athygli. Í mörgum tilfellum gæti borgað sig fyrir fyrirtæki að flytja starfsemi sína til Ísafjarðar þar sem ódýrt húsnæði gæti verið í boði í stað þess að byggja yfir sig eða kaupa þar sem húsnæðið er á uppskrúfuðu verði. Það verður að hafa allar klær úti til að vekja athygli á því að það kann að vera góður kostur fyrir fyrirtæki þar sem markaðsstaðsetning skiptir ekki megin máli að setjast að á Ísafirði.
s.h.


bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli