Frétt

Sælkerar vikunnar – Sigríður Ragnarsdóttir og Jónas Tómasson | 15.05.2003 | 09:35Kjúklingabringur með grænmeti

Sigríður og Jónas.
Sigríður og Jónas.
Það er sannarlega komin vorstemmning í bæinn. Af því tilefni ætlum við að bjóða upp á létta vor- eða sumarmáltíð, sem kostar litla fyrirhöfn. Í forrétt verður íslenskt tilbrigði af frægum suður-amerískum rétti, ceviche, þar sem fiskurinn er hrár og látinn hlaupa í sítrónusafa. Í aðalrétt eru kjúklingur og grænmeti upp á kínversku en eftirrétturinn er ættaður frá Bandaríkjunum.
Ceviche

500 g roðflett og beinlaus smálúðuflök, skorin í 2x2 cm bita

Kryddlögur
safi úr 2-3 sítrónum
1 msk sjávarsalt
1 msk sykur

Grænmetissósan
4-6 tómatar, smátt saxaðir (best að hreinsa fræin úr)
1 stór gul paprika, smátt söxuð
10-20 ólífur (svartar eða grænar að vild)
4 msk jómfrúrolía
2 msk hvítvínsedik
5-10 dropar Tabasco-sósa
og/eða 1 chiliávöxtur, saxaður
1 tsk oregano
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð

Blandið saman sítrónu, salti og sykri,setjið fiskinn út í og látið liggja í sólarhring. Snúið bitunum við og við. Blandið öllu saman sem á að fara í grænmetissósuna, færið fiskinn upp úr kryddleginum og hrærið saman við. Gott er að bragðbæta með nokkrum skeiðum af kryddlegi eftir smekk. Má gjarnan bíða í nokkra klukkutíma í ísskáp fyrir framreðslu. Borið fram með ristuðu brauði og smjöri.


Kjúklingabringurnar

800-1000 g úrbeinaðar kjúklingabringur, skornar í strimla

Kryddlögur
4-5 msk kínversk sojasósa
4-5 msk hrísgrjónaedik
2 msk olía
nokkur hvítlauksrif, kramin
2-3 cm bútur af engiferrót, rifinn
olía til steikingar
1 peli rjómi

Allt hrært vel saman og látið bíða í nokkrar klukkustundir. Fært upp með gataspaða og snöggsteikt upp úr olíu á mjög heitri pönnu. Hellið síðan kryddleginum yfir eftir smekk og síðan pela af rjóma. Látið malla við vægan hita meðan grænmetið er steikt á annarri pönnu.

Grænmetið
1 poki kínversk wokblanda (frá Fresh Quality)
olía og smjör til steikingar

Grænmetið er snöggsteikt á mjög heitri pönnu í 1 mínútu. Einnig er gott að hafa basmati-grjón eða kínverskar núðlur með þessum rétti. Þennan rétt þarf að borða um leið og grænmetið er tilbúið.


Amerískt sítrónupæ

Deig
150 g smjör
3 dl hveiti
3-4 msk kalt vatn

Fylling
4 eggjarauður
4 msk maísenamjöl
1½ dl vatn
2 dl sykur
rifið hýði af einni sitrónu
2 msk sítrónusafi
2 tsk smjör

Marengs
4 eggjahvítur
1 dl sykur (rúmlega)
2 tsk sítrónusafi

Smjörið er saxað saman við hveitið, vatninu bætt í og hnoðað jafnt. Látið bíða á köldum stað. Flatt út og tertumót (22 cm) klætt að innan með deiginu. Pikkað í botninn og ræma úr álpappír lögð með kantinum. Bakað við 275°C í 10 mínútur. Vatn, sykur og maísenamjöl er þeytt saman og soðið þar til það þykknar. Látið í heitt vatnsbað og eggjarauðurnar þeyttar saman við. Sítrónubörkur rifinn út í og safa og smjöri bætt út í. Þeytt jafnt og látið kólna. Kreminu smurt á kökubotninn. Eggjahvíturnar stífþeyttar og sykrinum hellt smátt og smátt út í. Þeytt áfram um stund. Sítrónusafanum dreypt yfir. Marengsinum smurt yfir kremið í mótinu og bakað við 175°C í 8-10 mínútur. Borið fram kalt.

Okkur langar að skora á ung hjón sem eru tiltölulega nýflutt í bæinn, Ingibjörgu Jónsdóttur og Axel Jóhannsson. Þau hafa víða farið og kynnst fjölbreyttri matargerð.

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli