Frétt

matarlist.is | 15.05.2003 | 09:28Ítölsk matargerð

Ítölsk matargerð er mörgum hugleikin, enda býr ítalska eldhúsið yfir mikilli fjölbreytni og glæsileika í mat og drykk. Á matarlist.is finnur þú fróðleik og fjölda uppskrifta að dýrindis máltíðum, sem reiða má fram á einfaldan hátt. Áður en þú hefst handa er gott að afla sér upplýsinga um hvernig ekta ítölsk máltíð er samansett.
Forréttir (L'Antipasto)

Líkt og allar góðar máltíðir hefst sú ítalska á forrétti. Ítalir setja gjarnan upp hlaðborð af litlum, fjölbreyttum réttum. L´Antipasto hefur þann tilgang að vekja bragðlaukana og skapa eftirvæntingu fyrir því sem á eftir kemur. Réttirnir eiga að vera bragðmildir og velja skal þá í samræmi við þá rétti sem á eftir koma. Ekki skal gleyma sjáanlegum gæðum hlaðborðsins, enda meta Ítalir gæði máltíðar með fleiri skynfærum en bragðinu einu. Réttirnir verða að líta vel út, grænmetið skal vera heilt og raunverulegt að lit.

Fyrsti réttur (Il primo)

Á eftir forréttarhlaðborði kemur „il primo“ eða fyrsti réttur. Fyrsti réttur er yfirleitt pasta, matreitt eftir sið hvers héraðs fyrir sig. Ferskt fyllt pasta, tagliatelle eða spaghettiréttir eru algengir fyrstu réttir á Ítalíu.

Annar réttur (Il secondo)

Þar á eftir kemur „annar réttur“ (secondi piatti) sem er þá einhvers konar kjötréttur eða fiskur.

Eftirréttir/kaffi

Að þessu loknu koma desertar, gott kaffi (espresso) og líkjörar. Bitterar á borð við Averna, eru mjög vinsælir eftir mat, einnig Grappa. Ítalir hella gjarnan Grappa saman við síðasta kaffisopann, velta því um bollann og kallast drykkurinn þá „caffé coretto“.

Öll samsetning máltíðarinnar á að miða að því að þér líði vel. Röð réttanna, hvað er borðað fyrst, hvað er borðað síðast, er hagað með það markmið í huga að jafnvægi ríki og samræmi sé í gegnum alla máltíðina. Vín er valið af kostgæfni; vínið á aldrei að yfirgnæfa réttinn, né vera of veikt, heldur spila með. L´Antipasto getur kallað á freyðivín eða hvítvín. Létt rauðvín, s.s. Barbera, Dolcetto eða Sangiovese henta oft vel með fyrsta rétti. Annar réttur kallar á bragðmeira vín, í samræmi við viðkomandi fisk- eða kjötrétt.

Njótið vel, borðið hægt... og lengi.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli