Frétt

Stakkur 19. tbl. 2003 | 14.05.2003 | 10:00Kjörtímabilið framundan

Kosningar eru að baki og nú tekur við nýtt kjörtímabil alþingismanna með hærri launum og miklum væntingum þjóðarinnar til þingmanna og þeirra til þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hélt velli og er einsdæmi að forsætisráðherra fari í kosningar eftir að hafa leitt ríkisstjórn í þrjú kjörtímabil og niðurstaðan verði sú, að ríkisstjórnin haldi velli. Ekki síst telst þetta til tíðinda sé litið á þá staðreynd, að enginn ráðherra hefur setið svo lengi samfleytt sem Davíð Oddsson, hvað þá sem forsætisráðherra, en því hlutverki tók hann við áður en hann mætti til síns fyrsta þingfundar. Þegar svo bætist við að mjög hart var sótt að ríkisstjórninni í kosningabaráttunni eru tíðindin því meiri. Samfylkingin vann vissulega á og kann að teljast sigurvegari kosninganna, en ítreka skal að stjórnarandstaðan var nokkuð langt frá því markmiði að ná því að fella ríkisstjórnina, sem spáð hafði verið falli margsinnis í framhaldi skoðanakannana, er gáfu þess háttar vísbendingar. Staðreynd var að meirihluti 5 þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll þeim í skaut og stjórnarandstaðan situr eftir með sárt ennið, enda skorti á samstöðu hennar.

Frjálslyndi flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og var það nokkuð fjarri því sem best sýndi sig í skoðanakönnunum. Vinstri grænir töpuðu manni og þar með einum sjötta parti þingflokksins, sem er eilítið meira þingmannafall en Sjálfstæðisflokkurinn mátti búa við, en hann tapaði fjórum af tuttugu og sex eða tæplega þessu hlutfalli. Framsóknarflokkurinn hélt sínu í þingmannafjölda og litlu munaði á fylginu, sennilega innan skekkjumarka. Þessa niðurstöðu vilja margir túlka sem ávísun á forsætisráðherrastól fyrir formann þriðja stærsta þingflokksins. Hvort svo verður sem engan veginn er gefið má ljóst vera að skilaboðin eru skýr, þau að núverandi ríkisstjórnarflokkar haldi áfram samstarfi sínu. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort slípa þurfi stefnu þeirra saman, þannig að hið skynsamlegasta verði tekið úr kosningaskrám þeirra hvors um sig og úr verði stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar, sem hefur ótvírætt umboð. Hinu má ekki gleyma, að hörð spjótalög Samfylkingarinnar að ríkisstjórninni beindust nánast eingöngu að Sjálfstæðisflokknum og atlaga Ingibjargar Sólrúnar að Davíð Oddssyni fyrst og fremst. Þar var einkar athyglisverð yfirlýsing og auglýsingherferð um það, að eftir 12 ár þyrfti að skipta um stjórn. Nú er að sjá hvernig stjórnarskipti verða í Reykjavík að loknum 12 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi stóð í ístaðinu og telst afrek eftir allt er á undan var gengið, en óánægju gætir með Sturlu. Guðjón A. má vel við una að ná inn tveimur mönnum. Framsóknarflokkurinn missti einn landsbyggðarmann, en Samfylkingin náði ekki tilætluðum árangri. Vinstri grænir náðu manni inn í kjördæminu. En af öllu má ljóst vera að kvótakerfinu verður ekki bylt í bráð, en meira um niðurstöðuna og túlkun hennar næst.


bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli