Frétt

Kristín Ástgeirsdóttir | 13.05.2003 | 16:22Áfall fyrir konur – áfall fyrir lýðræðið

Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrum þingkona.
Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrum þingkona.
Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum á sunnudagsmorgun kom í ljós það sem margir höfðu óttast. Konum hafði fækkað um fjórar á Alþingi og hlutur þeirra minnkað úr 36,5% í 30,1%. Fyrir þessar kosningar var Ísland númer átta á lista Alþjóða þingmannasambandsins yfir hlut kvenna á þingum í heiminum (var lengi í sjötta sæti) en fellur nú líklega niður í 12.-13. sæti. Þegar hópur kvenna ákvað að grípa til sinna ráða árið 1983 og bjóða fram sérstakan lista kvenna til Alþingis var hlutur kvenna 5%. Aðeins þrjár konur áttu sæti á þingi.
Frá þeim tíma hefur hlutur kvenna aukist jafnt og þétt þar til nú að bakslagið blasir við. Það er nauðsynlegt að greina vel og vandlega hvernig á þessu stendur og finna ráð til úrbóta.

Samábyrgð og jöfnuður

Rannsóknir á kosningahegðun og skoðunum fólks á Norðurlöndum hafa leitt í ljós að konur kjósa mun fremur jafnaðarmenn og vinstri flokka meðan karlar halla sér að frjálshyggju og markaðsöflum. Konur eiga einfaldlega mikið undir öflugu velferðarkerfi og styðja fremur hugmyndir um samábyrgð og jöfnuð en karlar. Þetta kom vel í ljós í skoðanakönnunum fyrir nýafstaðnar kosningar þar sem Samfylkingin og Vinstri grænir sóttu fylgi sitt í ríkara mæli til kvenna en karla. Framsókn naut álíka stuðnings beggja kynja meðan Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkurinn höfðuðu meira til karla.

Rannsóknir sýna einnig að konur eru ekki eins bundnar af flokkshollustu og karlar og eru reiðubúnar til að breyta til frá einum kosningum til annarra. Það er því eftir miklu að slægjast hjá konum og afar brýnt að höfða til þeirra og tryggja þátttöku þeirra í öllu stjórnmálastarfi. Annað er einfaldlega óeðlilegt og ólýðræðislegt.

Slæm útreið sjálfstæðiskvenna

Þegar rýnt er í bakslagið beinast sjónir fyrst og fremst að Sjálfstæðisflokknum, sem kemur afar illa út úr þessum kosningum hvað varðar hlut kvenna. Aðeins ein kona náði kjöri í báðum Reykjavíkurkjördæmunum samanlagt, tvær í Suðvesturkjördæmi og ein í Suðurkjördæmi. Þetta er auðvitað algjörlega óviðunandi fyrir svo stóran flokk og verulegt umhugsunarefni bæði fyrir konur í flokknum og flokksforystuna í heild hvernig hægt er að tryggja réttlátan, sjálfsagðan og lýðræðislegan hlut kvenna. Flokkurinn hlýtur að líta í eigin barm og spyrja að hve miklu leyti fylgistapið verði rakið til þeirrar útreiðar sem konur fengu í prófkjörum flokksins sl. haust, einkum í Reykjavík, og þess hve þær voru neðarlega á framboðslistum. Það var t.d. engin kona í öruggu sæti í Norðvesturkjördæmi og í býsna tæpum sætum í Norðausturkjördæmi eins og dæmin sanna þar sem tvær konur féllu út af þingi.

Það kerfi sem flestir flokkanna nota við val á frambjóðendum tryggir ekki hlut kvenna en konur eiga greinilega erfiðast uppdráttar innan Sjálfstæðisflokksins. Þau rök sem flokksfólk þar á bæ beitir um hæfni einstaklinganna og verðleika þeirra, þegar skýra á fjarveru kvenna, hittir konur sjálfar fyrir. Ef valið er eftir verðleikum er greinilega fátt um konur með slíka kosti í þessum stóra flokki. Það stenst auðvitað ekki og fyrr eða síðar verða bæði konur og karlar að viðurkenna að við erum að fást við aldagamalt kerfi fordóma, hefða og valdauppbyggingar sem verður ekki breytt nema með ákveðnum aðgerðum og vilja til að tryggja hlut kvenna sérstaklega.

Konur taki höndum saman

Þá vaknar sú spurning hvort skort hafi umræður um stöðu kynjanna og aðhald að stjórnmálaflokkunum síðastliðið kjörtímabil. Frá því að Kvennalistinn leið undir lok hefur kvennabaráttan legið í láginni og lítið farið fyrir aðgerðum og þrýstingi jafnréttissinna. Þar varð breyting á síðastliðið vor með stofnun Feministafélags Íslands, sem hefur tekist að hrista verulega upp í umræðunni.

Nú þegar úrslit kosninganna blasa við er ljóst að mikið verk er að vinna. Sagan kennir okkur að konur verða að standa vörð um áunnin réttindi og þar er samstaðan sterkasta vopnið. Því eigum við að taka höndum saman, halda umræðunni vakandi og knýja á um viðhorfsbreytingu og aðgerðir sem tryggja þann hlut sem konum ber við að móta samfélag okkar.

– Fréttablaðið – Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur skrifar um daginn og veginn.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli