Frétt

| 16.02.2000 | 15:15Óskað niðurfellingar hafnargjalda

Gamla Sædísin við komuna til Ísafjarðar 1998 í fylgd hinnar nýju.
Gamla Sædísin við komuna til Ísafjarðar 1998 í fylgd hinnar nýju.
Farið hefur verið fram á niðurfellingu á hafnargjöldum fyrir Sædísi ÍS 467, fimmtán tonna fiskibát sem liggur í bátahöfninni á Ísafirði. Það er sérstætt við þessa málaleitan, að hún hefur hlotið meðmæli menningarnefndar Ísafjarðarbæjar.
Ástæðan er sú, að Sædísin er í eigu sjóminjadeildar Byggðasafns Vestfjarða og með ýmsum hætti merkileg í atvinnusögu byggðanna við Djúp. Hún var smíðuð á Ísafirði og var alla tíð gerð út frá Ísafirði og Bolungarvík.

Sædísin er úr eik og beyki, smíðuð í skipabraut Bárðar G. Tómassonar skipaverkfræðings á Torfnesi árið 1938. Hún er ein af Dísunum sex, sem útgerðarfélagið Njörður á Ísafirði lét smíða og gerði út fram til 1953. Þá keypti Vilmundur Reimarsson í Bolungarvík bátinn í félagi við fleiri menn. Undir lokin átti hann Sædísina einn og gaf hana sjóminjasafninu á Ísafirði haustið 1998. Skráningarnúmer hennar var ÍS 67 en það færðist yfir á nýjan bát Vilmundar.

Þess má geta, að Bárður G. Tómasson, smiður Sædísarinnar, vakti fyrstur manna máls á því í blaðinu Vesturlandi árið 1939 að stofnað yrði sjóminja- og byggðasafn Vestfjarða.

Stýrishúsið sem nú er á Sædísinni er annað en var í fyrstu. Það er hugmynd Jóns Sigurpálssonar, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, að smíðað verði á hana stýrishús eins og var í öndverðu. Jafnframt er ætlunin að setja í hana gamla mótorvél, eins og sprengihreyflar voru áður nefndir til aðgreiningar frá gufuvélum í skipum.

bb.is | 29.09.16 | 11:48 Herdís Anna í West Side Story

Mynd með frétt Herdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli