Frétt

Múrinn - Stefán Pálsson | 12.05.2003 | 09:03Það er aldrei gott að falla

Eftir tæpa viku byrjar Íslandsmótið í fótbolta – sem er heppilegt, því þar með er komið athvarf frá pólitík og þjóðmálavafstri næstu mánuðina. Vonandi verður þetta tímabil þó ekki eins og fjögur hin síðustu, þar sem Framararnir hafa verið í fallhættu mestallt mót og bjargað sér á síðustu stundu. Pumpan hefði ekki gott af fimmta slíka tímabilinu í röð. Þegar útlitið hefur verið hvað dekkst síðustu árin, skulu alltaf einhverjir stuðningsmenn hefja sönginn um að „kannski sé bara gott að falla núna“ – að það að fara niður um deild myndi kannski hrista upp í liðinu, tími gæfist til að stæla og herða ungu strákana og Safamýrarstórveldið myndi bara snúa miklu sterkara aftur að tveimur árum liðnum. Innst inni vita þó allir að þetta er ekki satt.
Það er aldrei gott að falla. Fall í aðra deild er ekki sóknarfæri, þvert á móti fylgja því endalaus vandamál. Leikmenn hverfa á braut, áhorfendum fækkar, ungu strákarnir fá kannski að spila en ekki við þá bestu heldur miðlungsskussa og sjálfsmynd félagsins og stuðningsmannanna bíður hnekki. Það er hreinlega djöfullegt að tapa og falla niður um deild.

Kosningarnar í gær minna skelfilega mikið á keppnistímabil sem farið hefur í vaskinn. Þótt allir flokkar reyni að bera sig mannalega og benda á þá þætti sem hvað jákvæðasta megi telja fyrir þá, býr álíka mikið að baki því og þegar við Framarar reyndum að stappi stálinu hver í annan í fyrra, hittífyrra og árin þar á undan.

Í ljósi úrslitanna og að því gefnu að ríkisstjórnin muni sitja áfram lítið breytt, hefur í raun bara einn flokkur ástæðu til að fagna – Framsóknarflokkurinn. Hvaða skoðun svo sem menn kunna að hafa á þeim flokki og verkum hans í gegnum tíðina, þá héldu Framsóknarmenn sínu frá síðustu kosningum og hafa hlutfallslega styrkt sína stöðu í rikisstjórnarsamstarfinu.

Sjálfstæðisflokkurinn missti þingsæti og er fylgi hans með minnsta móti ef tekið er mið af sögunni. Þetta tap hlýtur að vera flokksforystunni sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess að tapið bitnaði einkum á þingkonum flokksins og var staða þeirra ekki beysin fyrir. Kynjahlutfallið hjá Sjálfstæðisflokknum er nú orðið jafnvel verra en hjá breskum íhaldsmönnum, sem lengi hafa þótt skæðustu karlrembur Norður-Evrópu. Eflaust mun nú hefja raust sína kór Sjálfstæðiskvenna sem færa munu rök fyrir því að það sé sönnun á styrk kvenna en ekki veikleika innan flokksins að þeim skuli öllum vera hafnað. Ekki munu margir taka mark á því söngli frekar en fyrri daginn.

Samfylkingin fjölgaði um tvo í þingflokki sínum og náði 31% atkvæða, en það er einmitt einu prósentustigi lægri tala en hreyfingin stefndi að því að ná fyrir fjórum árum – að sögn Sighvats Björgvinssonar þáverandi leiðtoga hennar. Hvort þingmennirnir séu sautján eða tuttugu er hins vegar bitamunur en ekki fjár komist Samfylkingin ekki í ríkisstjórn. Vissulega verður fjölmennara í þingflokkspartýunum og styrkur ríkisins mun hækka um einhverja hundraðþúsundkalla, en það þarf ekki að horfa lengi á viðtöl við Samfylkingarfólk til að sjá vonbrigði þeirra. Samfylkingin kaus sjálf að láta alla kosningabaráttu sína snúast um persónu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og því hlýtur útkoma hennar að vera mælikvarðinn á það hvernig til tókst.

Við fyrstu sýn mætti ætla að Frjálslyndi flokkurinn hefði ástæðu til að kætast, en sá hlátur er blendinn. Vissulega fjölgar þingmönnum hans úr tveimur í fjóra, en þar er þó ekki allt sem sýnist. Ef ætlun Frjálslyndra er sú að byggja upp lífvænlegan flokk til framtíðar, er það hræðileg staða að vera án þingmanns í Reykjavík. Tveir af þingmönnunum fjórum eru úr minnsta kjördæmi landsins – sem missa mun eitt þingsæti strax að fjórum árum liðnum. Tap Margrétar Sverrisdóttur þýðir einnig að þingmenn Frjálslyndra eru allt karlar, með sömu tiltölulega þröngu skírskotunina.

Vinstri grænir endurtóku nánast árangur sinn frá því fyrir fjórum árum – nema að þá datt sjötti maðurinn inn undir morguninn en að þessu sinni var hann naumlega fyrir utan. Á sama hátt og það breytir ekki miklu fyrir Samfylkinguna í stjórnarandstöðu hvort hún hefur sautján þingmenn eða tuttugu, skiptir það litlu máli fyrir Vinstri græna hvort þingmennirnir eru fimm eða sex – þótt hitt sé annað mál að Atli Gíslason hefði átt mikið erindi á þing.

Frá sjónarhorni Vinstri grænna hljóta vonbrigðin hins vegar að felast í því að vera þingmannslausir í tveimur kjördæmum – þ.á.m. í því fjölmennasta, Suðvesturkjördæmi. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur róðurinn verið ákaflega þungur fyrir Vinstri græna og ljóst að ekki léttist hann við þessi úrslit.

Hitt er annað mál, hvort skipting Reykjavíkur upp í tvö kjördæmi gefi ekki möguleika á að hugsa flokksstarfið á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt. Eins og frambjóðendur og kosningast

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli