Frétt

mbl.is | 10.05.2003 | 09:39Reynt að ginna fé út úr Íslendingum með nafni Selfossbæjar

Nígerískir svikahrappar reyna nú að notfæra sér nafn Selfoss til að lokka fé út úr grandalausum Íslendingum. Í fréttatilkynningu frá Friðriki Skúlasyni ehf. segir að þó svo að hin svokölluðu Nígeríubréf, sem berast með tölvupósti, séu alþekkt hér á landi þá sé nú í fyrsta skiptið farið að sjást nafn Selfossbæjar í þeim. Í bréfunum reyna svikahrapparnir að ginna viðtakandann til að gefa upp bankareikningsnúmer og senda fé til sendandans í von um skjótfenginn gróða, hafa nú beint sjónum sínum að Íslandi og þá sérstaklega Selfossi til að gera svikamyllur sínar trúverðugar.
Í fréttinni segir að svonefnd F-Prot AVES ruslpóstsía Friðriks Skúlasonar hafi á dögunum stöðvað eina slíka bréfasendingu sem barst starfsmanni fyrirtækisins.

„Bréf þetta er að öllu leyti dæmigert „Nígeríubréf“, fyrir utan þessa setningu:

I am Mr Madufor Richards, an attorney at law. I am the personal attorney to a client from Selfoss in Iceland, who was a consultant with Shell-Development Company and Nigerian National Petroleun Corporation in Nigeria.

Sendandi bréfsins gefur sig út fyrir að vera lögfræðingur manns frá Selfossi sem starfaði hjá Shell fyrirtækinu í samvinnu við Nígerísk yfirvöld, en á að hafa látist í flugslysi árið 1999, án þess að tildrög þess séu frekar rakin.

Þessi seinheppni Selfyssingur á að hafa skilið eftir sig bankareikning með 29 milljón dollara inneign, eða rétt tæpum 2.2 milljörðum íslenskra króna í vörslu nígerískrar fjármálastofnunar. Nú er sendandi bréfsins að eigin sögn í öngum sínum, því hann þarf að hafa upp á afkomendum mannsins, ella verði reikningurinn eyðilagður og innistæðan gerð upptæk.

Tilboðið sem gert er viðtakanda bréfsins hljómar of vel til að geta verið satt, enda er það uppspuni frá rótum. „Lögfræðingurinn“ óskar þess að fá að vísa á viðtakandann sem afkomanda Selfyssingsins, til að bjarga megi fénu frá glötun. Viðtakandinn fær í staðinn rúmar 750 milljónir króna í sinn hlut.

Ekki er hægt að taka nógu skýrt fram að bréf sem þetta eru hluti af algengri svikamyllu, ætlaðri að fá saklaust fólk til að senda fé til óprúttinna svikahrappa. Það að Ísland skuli nú vera valið til að veita svikamyllunni trúverðugleika hefur hins vegar ekki sést áður svo vitað sé,“ segir í fréttatilkynningu Friðriks Skúlasonar ehf.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli