Frétt

Gunnar Smári Egilsson | 10.05.2003 | 08:56Dagur þjóðarinnar

Það er ekki laust við að ég hafi nokkuð fundið til mín að undanförnu. Ég er skyndilega orðinn vinsæll og verðugur. Það rignir yfir mig tilboðum. Allir sem einhverja möguleika hafa á að verða kosnir á þing og komast til áhrifa í landsstjórninni vilja allt fyrir mig gera: Hækka húsnæðisstjórnarlánin mín, hækka barnabæturnar með börnunum mínum, hækka lífeyrinn minn þegar ég verð gamall eða veikur, byggja handa mér menningarhallir og bora göng í gegnum fjöll svo ég verði fljótari að skreppa til Siglufjarðar.
Þetta á ekki að kosta mig neitt – þvert á móti. Mér er lofað því að launin mín muni hækka en heimilisútgjöldin hins vegar lækka og skattarnir einnig. Og þessir menn hafa líka lofað að hlusta á væntingar mínar í framtíðinni og móta hér samfélag í takt við þær. Allar ákvarðanir verða í framtíðinni teknar í samráði við mig.

Auðvitað gengur þetta ekki eftir. Þetta er heldur ekki á valdi frambjóðendanna. Hvort atvinnulífið á Íslandi standi undir auknum kaupmætti í framtíðinni er fyrst og fremst undir fyrirtækjunum í landinu komið; stjórnendum þeirra og starfsfólki og samtökum þeirra. Stjórnvöld geta vissulega skemmt fyrir en það er ekki rétt að líta svo á að ef þau gera það ekki séu þau að skapa verðmæti.

Það er rík sátt um það í samfélaginu að hinn frjálsi markaður eigi að sjá um atvinnulífið. Við eigum nú nokkurra ára reynslu sem sýnir að það sé óhætt. Að sama skapi er sátt um að ríkisvaldið sjái um heilbrigðis- og menntakerfið, samgöngur og löggæslu. Það er hlutverk frambjóðendanna okkar að gera það á hagkvæman og árangursríkan hátt. Við viljum sem mesta þjónustu fyrir þær miklu fjárhæðir sem við greiðum í ríkissjóð.

Um önnur mál sem meiri ágreiningur er um í þjóðfélaginu – Evrópumál og fiskveiðistjórnunarkerfið, svo dæmi séu tekin – viljum við að stjórnvöld standi fyrir öflugri umræðu sem miði að víðtækri sátt allra hagsmunaaðila. Og þegar átt er við alla hagsmunaaðila er ekki aðeins átt samtök útgerðarmanna, verslunar, iðnaðar, launþega eða slík samtök; heldur landsmenn alla. Við lítum á okkur sem upplýsta og tiltölulega skynsama þjóð. Við viljum ekki láta vernda okkur fyrir valkostum.

Íslenskt samfélag var lengi vel líkara gömlu sovétlýðveldunum en nágrannaríkjum okkar á Vesturlöndum. Það er varla hægt að segja að hér hafi verið frjálst markaðshagkerfi frá 1930 og fram til 1980. Eftir það var frelsið aukið hægt og bítandi. Og okkur líka þær breytingar vel. Við viljum að Seðlabankinn hafa forystu í því að viðhalda hér stöðugleika en ekki ríkisstjórnin. Við viljum að fyrirtæki og starfsfólk þeirra sjái um nýsköpun og endurnýjun atvinnulífsins. Við viljum að ríkisvaldið skapi okkur gott svigrúm til athafna. En við viljum jafnframt búa í siðuðu samfélagi sem aðstoðar þá sem standa höllum fæti. Ábyrgð á því hvílir að mestu á okkur sjálfum í okkar daglega lífi en við viljum að ríkisvaldið tryggi öllum menntun, heilbrigðisþjónustu og fjárhagslegt öryggi þegar á bjátar. Það er hinn siðferðislegi grundvöllur skattanna.

Þegar litið er yfir kosningabaráttuna er eins og hún hafi ekki verið háð um þetta samfélag heldur eitthvað allt annað og eldra. Samfélag þar sem ríkisvaldið hafði öll völd í sínum höndum. Það sýnir hversu litlan hlut stjórnmálamenn eiga í breytingum á samfélaginu. Þeir eru og hafa alltaf verið á eftir fólkinu. En þótt hlutur þeirra sé ekki eins ógnarstór og þeir vilja sjálfir trúa skiptir máli hvernig ríkisvaldinu er stýrt. Þegar við fáum að hafa áhrif á það ættum við að hafa í huga þarfir okkar fyrir ríkisvald í dag og á næstu árum fremur en að falla fyrir landsföðurímynd frambjóðenda. Okkur vantar duglegt vinnufólk til að reka ríkisvaldið – hvorki föður né móður.

– Fréttablaðið / Gunnar Smári Egilsson.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli