Frétt

bb.is | 09.05.2003 | 16:51Athugasemd vegna yfirlýsingar Kristins H. Gunnarssonar

Fáir kunna þann leik, að afvegaleiða umræðu, betur en Kristinn H. Gunnarsson (KHG) og í yfirlýsingu sinni vegna umræðu um eignarhaldsfélag á Vestfjörðum sýnir hann þá hæfni. Nauðsynlegt er að gera nokkrar athugasemdir við hans málflutning. Kristni er tíðrætt um það sem hann kallar áhugaleysi sveitarfélaga á Vestfjörðum á stofnun eignarhaldsfélags. Hann vísar til þess hve erfiðlega gekk að stofna eignarhaldsfélag hér vestra. Svo erfiðlega gengu tilraunir við stofnun félagsins að segja má að það hafi í reynd aldrei verið stofnað.
Að okkar mati hefur alltaf verið ljóst að hugur fylgdi aldrei máli, því vilji manna, þar með talinn KHG, hafi ekki verið til staðar. Það kemur á óvart hve harkaleg gagnrýni kemur frá Kristni á hans eigin menn því stjórnarformaður félagsins var oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Kristinn talar um áhugaleysi sveitarfélaga eins og honum hafi verið ókunnugt um fjárhagsstöðu þeirra á þessum tíma. Fjárhagsstaða sveitarfélaga réð því fyrst og fremst hve illa gekk að fá þau að leggja verkefninu lið. Áhugaleysið í þessu máli kom helst fram í þeirri sannfæringu KHG að skilvirkari leið væri að Byggðastofnun kæmi beint inn í fyrirtæki með fjárframlag fremur en í gegnum eignarhaldsfélag. Sú leið gefur nefnilega betri möguleika á gamaldags fyrirgreiðslupólitík!

Það er alþekkt hvernig ákvarðanir voru teknar innan Byggðastofnunar á þessum tíma. Sem stjórnarformaður hafði KHG alla þræði í sinni hendi. Stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og einn stjórnarmaður úr meirihluta mynduðu eins konar ráð þar sem farið var yfir umsóknir ofl. Þar var vinsað úr hvaða umsóknir og erindi skyldu fá náð fyrir augum stjórnar og þetta síðan matreitt og lagt fyrir stjórn. Það að stjórnin öll hafi samþykkt afgreiðslur einstakra mála breytir engu um hvernig meðferð mála var innanhúss.

Það einkar athyglisvert að það tók Byggðastofnun nærri 5 mánuði að svara erindi Ísafjarðarbæjar um afdrif þessa mótframlags sem um ræðir, þrátt fyrir að fyrir hefði legið afgreiðsla stjórnar þann 12. apríl 2002. Það var um viku áður en erindi Ísafjarðarbæjar lá fyrir hjá stofnuninni. Fundargerðir Byggðastofnunar liggja ekki fyrir opinberlega og ekki er auðvelt að fá upplýsingar frá stofnuninni. Engu er líkara en stjórnsýslu- og upplýsingalög hafi aldrei borist þessari „miðaldastofnun“ í íslensku stjórnkerfi!

Það er alveg sama hvernig KHG kýs að reyna verja þessa afgreiðslu, það er öllum sæmilega þenkjandi mönnum ljóst hvernig staðið var að málum. Fyrirgreiðslupólitík af þessu tagi myndar hryggsúlu valdakerfis Framsóknarflokksins. Leyndarhjúpur hefur verið um starfsemi og stefnu Eignarhaldsfélagsins Glámu, en ef marka má yfirlýsingar er gefnar voru út þegar félagið var stofnað, þá var markmið með stofnun þess að kaupa aflaheimildir. Erfitt er fyrir aðra en innvígða framsóknarmenn að sjá hvernig það tengist nýsköpun í atvinnulífi.

Af afspurn er okkur einungis kunnugt um tvö verkefni sem félagið hefur komið að til þessa og tengjast þau bæði kaupum á aflaheimildum. Því er haldið fram að Eignarhaldsfélagið Gláma eigi að starfa á fjórðungsvísu en ekki er okkur kunnugt um að t.d sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum hafi verið kynnt starfsemi þessa félags.

Um heimilisfesti félagsins er ekki við okkur að sakast, því samkvæmt svari Byggðastofnunar til Ísafjarðarbæjar, dagsettu 29. apríl sl., kemur fram að heimilisfang Eignarhaldsfélagsins Glámu sé að Suðurlandsbraut 20 í Reykjavík. Þar sem Byggðastofnun er einn aðila að þessu félagi, þá er það sérkennilegt að vita ekki hvert aðsetur þess er. Stofnunin lagði jú 120 milljónir króna til félagsins!

– Samfylkingin í Ísafjarðarbæ.


Sjá einnig:

bb.is 09.05.2003
Yfirlýsing frá stjórnarformanni Eignarhaldsfélagsins Glámu hf.

bb.is 08.05.2003
Yfirlýsing frá Kristni H. Gunnarssyni vegna eignarhaldsfélags

bb.is 08.05.2003
Yfirlýsing vegna umræðu um eignarhaldsfélag á Vestfjörðum

bb.is 07.05.2003
Áform um Eignarhaldsfélag Ísafjarðarbæjar virðast úr sögunni

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli