Frétt

Pálína Jóhannsdóttir | 09.05.2003 | 13:53Ekki skipta um hest í miðri á...!

Pálína Jóhannsdóttir.
Pálína Jóhannsdóttir.
Er maður ekki fyrirfram glataður ef maður er frá landsbyggðinni, hluti af ungu kynslóðinni, með gleraugu og til að kóróna allt saman kona?! Þetta er nú ekki til að gefa manni gott veganesti í lífið segja þeir sem slitið hafa skónum á bikinu alla ævi...! En ég þakka fyrir, því ég er miklu víðsýnni fyrir vikið. Ég hef samanburðinn og vil halda því frelsi áfram að geta valið hvar ég vil búa í framtíðinni. Þetta er ein af þeim fjölmörgu ástæðum fyrir því að ég kýs Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt mikinn kraft í að bæta samgöngur um allt land, auka því öryggi allra Íslendinga sem kjósa að ferðast um sitt eigið land og stytta vegalengdir. Einbreiðar brýr eru sem betur fer í bráðri útrýmingarhættu og einbreiðir vegir eru ekki lengur gerðir. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem hefur lagt gífurlegt fjármagn í að tryggja samgöngur undanfarin ár. Fyrir okkur Vestfirðinga er gífurlegt frelsi að geta búið á Flateyri, Þingeyri eða Suðureyri og starfað á Ísafirði í kjölfar Vestfjarðarganganna. Einnig er bylting fyrir Barðstrendinga að stytta leið til Ísafjarðar. Í stað hættu er Sjálfstæðisflokkurinn að tryggja aukna velferð í samgöngum.

Nei í alvöru, get ég lært þetta hérna heima? Aukin fjárframlög hafa verið sett í eflingu á menntun í háskólanámi á landsbyggðinni. Það fjárframlag tryggir það að fjarnám sé öflugt í byggðum landsins. Ungt fólk sem vill vera í sinni heimabyggð og stunda háskólanám á aukinn kost á því. Á Vestfjörðum er hægt að stunda fjarnám í auðlinda-, rekstrar- og kennaradeild við Háskólann á Akureyri. Mikið kappsmál er fyrir Vestfirðinga að fá einnig kost á að stunda nám við heilbrigðisdeild aftur, en nú þegar hafa verið útskrifaðar fjarnámshjúkkur á Ísafirði. Þetta eflir byggðirnar og gerir okkur landsbyggðarfólki kleift að standa jafnfætis öðrum.

Fjölbreytni er lykillinn að samfélagi. Við Íslendingar getum ekki kallað okkur þjóð nema fjölbreytni sé til staðar. Það er vilji Sjálfstæðisflokksins að efla byggðirnar og bæta enn betur aðstöðu út á landi, hvort sem er í heilbrigðis-, mennta-, sjávarútvegs- eða öðrum málum sem gera byggðirnar sterkari. Eftir mitt nám vil ég hafa það val að geta snúið aftur til míns heima eða valið mér annan stað á landsbyggðinni til að ala upp börn og lifa mínu lífi.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft sagt frá því að mikið verk hafi verið unnið en einnig sé heilmikið eftir. Það segir í íslensku máltæki að maður eigi aldrei að skipta um hest í miðri á...

Ég vil ekki breytingar á stjórn landsins. Ég treysti engum öðrum en Sjálfstæðisflokknum og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar til þess að tryggja frelsi til að búa þar sem ég vil. Ég vel Sjálfstæðisflokkinn.

– Pálína Jóhannsdóttir, Ísafirði, nemi í stjórnmálafræði við HÍ.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli