Frétt

Björn Davíðsson | 09.05.2003 | 10:05Sjöhundruðkrónur!

Björn Davíðsson.
Björn Davíðsson.
Í prentaðri útgáfu BB, sem kom út í fyrradag, birtist viðtal við framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar sem vitnað er í á forsíðu með fyrirsögninni „Fyrningarleiðin mun taka allan þrótt úr HG“. Mig rak í rogastans þegar ég sá að einhver ónafngreindur reiknihesturinn hafði gert „nýlega úttekt“ og birtar voru töflur um að nokkur stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins færu samkvæmt henni lóðbeint á hausinn ef teknar væru upp fyrningar aflaheimilda.
Gert var ráð fyrir að fyrndar aflaheimildir yrðu keyptar aftur á 700 kr. pr. kg! Þarna misreiknaði sá hinn sami hrikalega, eða þá að það er verið að bera á borð fyrir lesendur eina stærstu lygi í Íslandssögunni (í krónum talið).

Staðreyndin er sú með fyrningarleið, að varanlegar aflaheimildir verða ekki til sölu heldur verða þær framvegis í eigu almennings sem leigir þær til útgerðarinnar. Samkvæmt almennum markaðslögmálum frjálshyggjunnar má búast við að við verulega aukið framboð aflaheimilda á markaði, framboð sem eykst um 10% eða meira á ári (30.000 tonn í ár?), muni leiguverðið lækka verulega.

Það furðulegasta við þetta mál er að nú eru vinstri menn farnir að markaðsvæða það samkvæmt hægristefnunni, en íhaldið og framsókn vilja stalínismann, sem felst í því að hunsa markaðslögmálin og afhenda auðlindir til útvaldra sem eru misgóðir í meðferð þeirra.

Ætli það sneri ekki öðruvísi dæmið fyrir HG ef þessi 700 tonn af steinbít sem Páll Pálsson hefur veitt undanfarið hefðu verið utan kvóta? Fyrir þessi 700 tonn hefur HG væntanlega þurft að greiða kr. 35.000.000 til einhverrar lögfræðistofunnar í Reykjavík sem leigu fyrir kvóta. Einar Valur hefði betur þrýst á félaga sinn Einar Kristin um að halda fundinn í sjávarútvegsnefnd, þar sem lá fyrir tillaga um að afnema væntanlegan kvóta á ýsu og steinbít á sínum tíma, þar sem það er líffræðileg staðreynd að þessar tegundir þurfa ekki kvótasetningar við. En – nei – það skyldi sko í kvóta með þetta til að Einararnir gætu búið til „sátt“ um smábátaflotann. Þvílík sátt þegar 80% landsmanna eru á móti þessu kerfi!

Hversu gott er líka fiskveiðistjórnarkerfi sem leiðir til sífellt minnkandi sjávarafla í þessa tvo áratugi sem því hefur verið beitt sem tilraun í því skyni að auka aflann? Þessi tilraun hefur mistekist og tími til kominn að menn viðurkenni það.

Kjósendur munu kjósa þá ríkisstjórn sem þeir eiga skilið, nú sem fyrr. Því miður verður að segjast eins og er, að allt útlit er fyrir að núverandi ríkisstjórn (og kvótakerfi) muni halda. En ég held að Vestfirðingar ættu þá að þegja um kvótakerfið í framtíðinni ef þeir kjósa þetta yfir sig eina ferðina enn, vitandi um afleiðingar þess fyrir byggðirnar í landinu.

Kveðjum kvótann á morgun. Kjósum Samfylkinguna.

– Björn Davíðsson.

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli