Frétt

Henry Bæringsson | 08.05.2003 | 14:54Sérstaða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Henry Bæringsson.
Henry Bæringsson.
Það hefur ekki farið hátt nú í kosningabaráttunni, að Vinstrihreyfingin – grænt framboð (X-U) er eina stjórnmálahreyfingin sem nú býður fram til Alþingis sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta utanríkisstefnu Íslands. Beita sér fyrir því að Ísland verði herlaust og vopnlaust land sem standi utan hernaðarbandalaga. Öll önnur framboð – Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, telja hagsmunum Íslands í varnarmálum best borgið með varnarsamningi við Bandaríkin og þá sem þar stjórna þ.e. George W. Bush, Donald Rumsfeld og fleiri slíka.
Bara þessi afstaða þeirra gerir það að verkum að mér er lífsins ómögulegt að skoða þann möguleika að styðja þessi framboð.

Yfirgangur Bandaríkjamanna gagnvart öðrum þjóðum er þvílíkur að hann verður að stöðva. Lóð okkar Íslendinga á þá vogarskál er mikilvægt þó það sé ekki stórt. Utanríkisstefna okkar þarf að ganga í þá átt að við spornum við fótum gegn útþenslustefnu og tvöfeldni Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn hafa nú lýst yfir að þeir hafi náð áfangasigri í Írak. Og er okkur þá ekki boðið að skoða geymslurnar með gereyðingarvopnunum, eiturefnasprengjurnar og kjarnorkuvopnin? Nei, okkur er boðið að líta gullklósett Saddams Husseins og klámmyndasafn sonar hans.

Var þá farið í stríð í Írak til þess að uppræta klámmyndasafn sona Saddams Husseins? Ef svo er, þá er ég hræddur um að margar þjóðir megi fara að vara sig. Nei, það er alltaf að koma betur og betur í ljós, að ástæðan fyrir stríðinu í Írak eru hagsmunir Bandaríkjanna eingöngu. Það er síðari tíma réttlæting að koma þyrfti Saddam Hussein frá vegna villimennsku hans. Það er þó tæplega næg ástæða til þess að leggja út í viðlíka slátrun á saklausu fólki og gert var, því aðrir og verri glæpamenn eru við völd annars staðar. En munurinn er sá, að þeir eru Bandaríkjunum þóknanlegir, samanber ofsóknir Ísraelsmanna á hendur Palestínumönnum.

Nei, gott fólk. Ef þið viljið breytingu í utanríkismálastefnu Íslendinga, þá kjósið þið Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Aðalmál okkar nú er að koma Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki frá völdum á Íslandi. Síðan tæki við stjórn Samfylkingar, Frjálslyndra og Vinstri grænna.

Og það fer eftir því hve styrkur VG verður mikill á kjördag hversu miklu þeir fá breytt í utanríkismálum næstu ríkisstjórnar. En eitt er öruggt: Ríkisstjórn með Vinstrihreyfinguna – grænt framboð innanborðs mun aldrei styðja neinar hernaðaraðgerðir á hendur öðrum þjóðum. Það mun vonandi verða eftir því tekið á alþjóðavettvangi eftir 10. maí, að ný ríkisstjórn er komin til valda á Íslandi.

– Henry Bæringsson, Ísafirði.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli