Frétt

| 05.01.2001 | 10:33Dögun nýrrar aldar

Loks eru þau tímamót að baki er marka skil tveggja alda. Hin 20. er að baki og 21. öldin eftir Krists burð hefur byrjað sína löngu göngu. Liðin öld færði mannkyninu ótrúlegar framfarir, þótt ekki hafi þær skipst jafnt meðal jarðarinnar barna. Svo miklar, að væri nútímamanninum svipt aftur um heila öld er fyllsta ástæða til að ætla hann ófæran um daglegt líf þess tíma. Frumþarfirnar tækju allan hans tíma. Barátta við kulda, sjúkdóma og alls kyns skort myndi gera daglegt líf óbærilegt þeim sem byrjar nú 21. öldina á Vesturlöndum.

Framþróun á Íslandi er lyginni líkust. Velferðin sem Íslendingar búa nú við líkist helst lýsingum sagna af álfum og tröllum, en þær fylgdu þjóðinni inn í síðustu öld. Þá var því trúað að hvergi á Íslandi væru álfar voldugri en á Vestfjörðum, einkum á Hornströndum, en þar yljaði fólk sér við ævintýrasagnir þegar veturinn var dimmastur og ferðalög mannfólksins og aðföng harðdræg vegna veðurs og samgönguleysis. Nær hálf öld er liðin frá því byggð á Hornströndum lagðist af. Ef til vill hefði byggð þar ekki átt sér framtíð, jafnvel við þá tækni sem ríkir nú. En hvað um Ísland, og þá ekki síður, hver er framtíð Vestfjarða og íbúa þar?

Við næstu aldamót á undan þeim sem nú er fersk í minni lesenda vissu engir hvað komandi öld bæri í skauti sér. Í kvæðinu Aldamótin komst Hannes Hafstein sýslumaður Ísfirðinga nokkuð nærri lagi um meginþætti sem skiptu Íslendinga öllu. Hann spáði fyrir um raforkuframleiðslu og notkun, afl fossanna, sjálfstæði þjóðarinnar, heimsstyrjaldirnar, Hel og Hildi og síðast en ekki síst að landið og íbúarnir nytu blessunar Guðs. Nú kann einhver að segja: Er ekki ofmælt? Svo er ekki. Fyrir einni öld þurfti mikla hugsun til þess að sjá fyrir þróunina, sem fært hefur Íslendingum velsæld og sjálfræði eigin búða. Rafmagnið, vélarnar, bílarnir, tæknin, stór og mikilhæf fiskiskip eru forsendur þess sem varð. Er atlæti okkar of gott?

Erfitt er að líta fram á veginn næstu 100 ár. Búast má við því að aukin tækni færi aukinn frítíma og tómstundaiðja hvers konar verði umfangsmeiri. Menntun verður samfella, ekki einstakur kafli í ævi manns, ætlaður til undirbúnings, heldur takmark í sjálfu sér, sem aldrei hverfur og verður ævistarf. Tæknin ætti að færa okkur alla möguleika til að styrkja framhald búsetu á Íslandi. En mörg teikn eru á lofti um það, að enn aukist samþjöppun byggðar og þangað sogast störfin og menntaða fólkið, ef ekkert breytist. Hins vegar verður að ætla að rafmagnið, tæknin og nýjar hugsjónir muni færa nýja sýn. Við höfum nú tækifæri til að láta rætast lýsingar á því lífi sem báru uppi álfasögur frá síðustu öld og ekki síður hinni nítjándu. Eru draumarnir glataðir?

Í raun snýst framtíðin eins og ævinlega um hugsjónir, drauma og þrautseigju þeirra sem gerast raunverulegir forgöngumenn. Tæknin er næg til að láta draumana rætast. Það skyldu forystumenn Íslendinga og ekki síður Vestfirðinga muna.

bb.is | 27.09.16 | 09:37 Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli