Frétt

Leiðari 1. tbl. 2001 | 05.01.2001 | 10:31Með hefðbundnum hætti

Aldamótin voru ekki frábrugðin venjulegum áramótum hvað það varðar að heit voru strengd um eitt og annað, sem misjafnlega mun ganga eftir að efna. Þjóðarleiðtogarnir spáðu í spil nýja ársins og suður á Bessastöðum fjölgaði krossberum þjóðarinnar til mikilla muna, sumum íþyngt fyrir það eitt að hafa stundað vinnuna sína skammlaust, að því er best verður ráðið af opinberum skýringum, öðrum fyrir að hafa sinnt tómstundagamni sínu af svo mikilli elju að sérstaklega þótti orð á gerandi. Og svo var öldin brennd og sprengd út þar sem til þess viðraði.

Að venju kepptust fjölmiðlar við að velja séní ársins á öllum sviðum og gáfu þar með vinum og vandamönnum kærkomið tækifæri til að koma ágæti sinna nánustu á framfæri, líkt og hjá kvikmynda- og sjónvarpselítunni. Að þessu sinni nægði þó ekki að láta menn tróna á tindi ársins og því voru stallsett nokkur eintök aldarinnar í mismunandi útgáfum.

Fyrstu skrefin í fréttaflóru hinnar nýju aldar hafa verið stigin. Eftir þeim að dæma þarf enginn að efast: Átakamál eru framundan, mörg og viðamikil. Nægir þar af mörgu að nefna viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins gegn Tryggingastofnun ríkisins, og kvótamálið, sem enn eina ferðina virðist eiga að þegja í hel. Og hér heima fyrir hafa ekki öll orð fallið í Orkubúsmálinu og helför ríkisvaldsins á hendur Vestfirðingum í leiguíbúðakerfinu.

Aldamótahátíðar Ísfirðinga minnst

Á nýársdag 1901 efndu Rótarýklúbbur Ísafjarðar, Lionsklúbbur Ísafjarðar, Sögufélag Ísfirðinga og Skátafélagið Einherjar – Valkyrjan til aldamótahátíðar með veglegu samsæti með þátttöku nær 70 karla og kvenna. Meðal þess er þar fór fram var flutningur Hannesar Hafstein, sýslumanns, á hinu þekkta ljóði sínu, Aldamótin.

Þessa atburðar var nú við upphaf nýrrar aldar minnst á nýársdag á Hótel Ísafirði á látlausan en virðulegan hátt. Björn Teitsson, skólameistari, flutti fróðlegt erindi um skáldið, sýslumanninn og ráðherrann Hannes Hafstein og Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, las hið stórbrotna kvæði Hannesar, sem endar á þessu erindi:

Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,
það er: að elska, byggja og treysta á landið.
s.h.


bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli