Frétt

Sturla Páll Sturluson | 08.05.2003 | 09:04Vestfiska plágan

Sturla Páll Sturluson.
Sturla Páll Sturluson.
Þessa dagana fara kvótagæðingar Sjálfstæðisflokksins um eins og engisprettufaraldur og prédika stífan hræðsluáróður gegn fyrningarleið Samfylkingarinnar. „Rothögg fyrir landsbyggðina, fiskvinnslan í rúst“ og fleiri hástemmd slagorð hafa þessir ágætu menn látið falla í unræðunni. En af hverju tryllast þessir kvótapostular nú yfir því að færa skuli þjóðinni aftur auðlindina úr höndum sægreifanna? Fyrir hvaða stefnu standa þeir, hvert er innihald áróðursins og hverjar eru afleiðingar þess kerfis sem þessir menn verja nú með kjafti og klóm?
Fjórar fjölskyldur á mánuði

Afleiðingar núverandi kvótakerfis eru vestfirðingum svo augljósar að varla þarf að rifja þær upp fyrir nokkrum manni. 1.740 manns hafa þurft að flýja Vestfirði á síðustu 10 árum, sem segir okkur að 15 Vestfirðingar hafa þurft að pakka niður föggum sínum í hverjum mánuði og yfirgefið okkur.

„Ekki bara kvótanum að kenna“, hrópa kvótapostularnir. Eflaust má finna einhverja aðra þætti sem þarna hafa áhrif en fyrst og fremst er um að kenna arðráni og framsali á kvóta frá vestfirskum byggðum. Tal um að ferðaþjónusta, saumaskapur og útskurður muni koma í stað fiskveiða og vinnslu er ekkert annað en bull. Okkar undirstaða er og verður fiskveiðar og vinnsla, sama hversu stíft íhaldið og framsóknarmenn reyna að halda öðru fram til þess að slá ryki í augu fólks.

Látum ekki hræða úr okkur líftóruna

Hverjir eru svo þessir hræðslupostular sem boða ragnarök 10. maí komist Samfylkingin til valda? Jú, þar fara fremstir í flokki aðilar sem eiga mikla persónulega hagsmuni að gæta. Aðilar sem munu missa spón úr aski sínum verði komið á réttlátu úthlutunarkerfi á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar eins og Samfylkingin er að berjast fyrir. Aðilar sem í dag hafa hreðjatak á fjöreggi okkar Vestfirðinga. Aðilar sem ganga svo langt í áróðri sínum að hóta almenningi því, að ef hróflað verði við núverandi kvótakerfi, þá muni þeir pakka niður sínum rekstri og fara.

Sjáið hvernig komið er fyrir okkur í dag í núverandi kvótakerfi. Við erum beitt hótunum um að lífsviðurværi okkar verði kippt undan okkur af örfáum útvöldum kvótakóngum. Mönnum sem hafa kverkatak á okkur Vestfirðingum og geta með einu handtaki mölbrotið fjöregg okkar og gengið héðan burt með fulla vasa fjár. En almenningur sæti eftir í rjúkandi rústunum, atvinnu- og eignalaust.

Ætlum við að búa við slíkan þrælsótta þau fáu ár sem Vestfirðir munu eiga eftir að haldast í byggð ef ekki verði breyting á? Ég segi Nei!

Ný sýn

Nái stefna Samfylkingarinnar fram að ganga í sjávarútvegsmálum mun strax slakna á einokunarkrumlu sægreifanna, því nýliðun verður strax möguleg í greininni. Á tíu árum munum við síðan ná að losa kverkatakið af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Kvótaverð mun lækka mjög hratt og verður ekki hærra en það sem útgerðin er tilbúin að borga fyrir hann. Þá kemur nálægð okkar Vestfirðinganna við gjöful fiskimið okkur ákaflega vel og gefur okkur ákveðið forskot.

Menn munu segja skemmtisögur af þeim hlægilega áróðri sem uppi var hafður um að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihúsið-Gunnvör færu á hausinn á næstu árum. Í þeim hræðsluáróðri gefa menn sér að leiguverð á kvóta verði 55 krónur á kíló. Hverjum hugsandi manni er það hins vegar alveg ljóst að markaðsverð kvótans verður ekki hærra en það sem stóru útgerðarfyrirtækin eru tilbúin að borga fyrir hann. Megi verðið ekki vera hærra en 40 krónur á kíló til þess að reksturinn borgi sig, þá mun útgerðin væntanlega ekki bjóða hærra en 40 krónur fyrir kílóið. Verstu skussarnir verða síðan undir í þessu kerfi eins og öðrum. Það sem skiptir þó mestu máli er að í þessu kerfi geta alltaf nýir aðilar komið inn, séu þeir á annað borð með frambærilega útgerð og rekstur.

Tal um að einstaka fjársterk fyrirtæki muni leigja til sín allan kvóta stenst ekki, því mönnum verður gert að veiða þann kvóta sem þeir leigja. Hann verður því ekki settur undir koddann og þaðan endurleigður öðrum á okurverði eins og tíðkast í dag. Það hefur því enginn hag af því að leigja til sín kvóta nema sá sem er að gera út á hagkvæman hátt. Þar hef ég trú á að smábátaútgerð á Vestfjörðum sé með ákveðið forskot á aðrar útgerðir.

Að duga eða drepast

Ágæti Vestfirðingur. Það verður í þínum höndum á laugardag hvort þú færir Vestfirði aftur til einokunarkerfis hinna myrku miðalda. Eða hvort þú hefur kjark og þor til þess að opna gullkistu okkar Vestfirðinga fyrir þér og þínum afkomendum til þess að tryggja að um ókomin ár get

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli